Úrval - 01.01.1976, Side 93
SKEEZER, HUNDURINN SEM LÆKNAÐl
91
Gwen settist niður, strauk kjólinn sinn
og spennti greipar I keltu sinni. „Skeezer
segir, að ég sé augasteinninn hennar.”
Frðken Williams horfði lengi og ástúð-
lega á Gwen. Það voru litlar breytingar
á ytra útliti, en innra með henni hafði
fæðst ný vera, og hún var fær um að tala,
leika, taka lífinu eins og það var og myndi
verða. Atburðinn í garðinum hafði verið
óvenjuleg afmælisgjöf: Hann hafði frelsað
hana frá djúpstæðum ótta. Brátt gæti hún
yfirgefið CPH.
,,Það gleður mig, Gwen, þakka þérfyrir
að þú sagðir mér það. ’ ’
Barnið reis rólega upp úr stólnum og
yfirgaf herbergið.
LÍFSBARÁTTAN.
I dagstofunni var Bentley að skrifa
bréf til kennarans síns. ,,Hvað viðkemur
Skeezer, hundinum okkar,” las hann
upphátt, ,,það er erfitt að útskýra það, en
hún lifir sínu eigin Ilfi eins og þú og
ég og allir aðrir gera. Hún læst vera
yfir okkur hafin, en í raun og veru vill
hún láta kjassa sig og leika við sig. Við
viljum öll, að hún sé þannig. ”
Það tók Rosey Ann langan tíma að gea
stafi á stóra blaðið sitt, og stundum var
hún sú eina, sem gat lesið úr þeim.
Með hjálp starfsfólksins gat hún að lokum
sett nokkuð á blað, sem hún viidi að
foreldrar hennar vissu: ,,Ef Skeezer væri
hérna en ekki ég, myndi henni leiðast
voðalega.”
Börnin á CPH sjúkrahúsinu höfðu mis-
munandi þarfir: Gwen þurfti einhvern til
að deila þögninni með; Oriole einhvern
til að hlusta á dapurlegt hvís) hennar;
Bentley einhvern til að hjálpa sér til að
yfirvinna þá tilfinningu, að enginn kærði
sig um hann. Nú voru nokkur þeirra
tilbúin að fara heim fyrir fullt og allt.
En þó þau færu, komu önnur börn —
Benjie, Ellen, Theodore. Skeezer virti þau
fyrir sér þegar þau komu, og á kvöldin
eyddi hún sérstökum tlma í herbergjum
þeirra, skilgreindi þau á sinn hátt.
Martha var þarna líka. Hún kom í hjóla-
stól, sem pabbi hennar ýtti áfram og móð-
ir hennar hughreysti hana. Hún gat hvorki
gengið né talað, og hún hafði ekki étið al-
mennilega í langan tíma. Þegar hún sá
hin börnin, setti hún hendurnar fyrir
andlitið og hneygði höfuðið. Hún hélt
áfram að fela andiitið í höndunum,
jafnvel þótt tárvot mamma hennar
kyssti hana í kveðjuskyni. ,,Okkur þykri
vænt um þig, elskan,” hvíslaði pabbi
hennar.
Þennan dag hafði Skeezer fengið gjöf
með póstinum, strandbolta með marglit-
um röndum. Fröken Williams hengdi
hann á vegginn í herbergi Mörthu, nægi-
lega hátt tii að Skeezer þyrfri að hoppa
upp til að ná honum. Skeezer reyndi
en það heppnaðist ekki. En í hvert skipti,
sem hún hoppaði, gerði Martha pínulitla
rifu milli fingranna, sem hún annars hélt
fyrir andlitinu, og niðurlúta höfuðið
réttist aðeins við.
Eftir tólf atrenn'ur náði Skeezer boltan-
um niður. Hún lagðist lafmóð niður hjá
honum og var hreykin af gerðum slnum.
Fröken WiIIiams setti fullan bolla af
þurru hundafóðri í hönd Mörthu og
yfirgaf herbergið.
Þegar hún kom aftur, var bollinn tóm-
ur og smá salli efvir á gólfinu. Um kvöldið
borðaði Martha kvöldmat. Ekki mikið, en
það var þó byrjunin.
Þegar náttaði, varð sjúkrahúsið þögult,
Skeezer kom úr eftirlitsferð sinni og sett-
ist hjá fröken Williams við borðið hennar.
Hún rak snúðinn I átt til vinkonu sinnar
og starði á hana. Fröken Williams hvíldi
hendina á mjúku, svörtu höfðinu: ,,Ó,