Úrval - 01.01.1976, Blaðsíða 98
96
ÚRVAL
læknis, fór aðeins til þess að láta fylgjast
með heilsufari slnu, án þess að hafa
neitt sérstakt í huga, eða 6,1% Afgang-
urinn, 93,9% fór til þess að bera sig upp
við lækni út af einhverjum sérstökum
kvillum.
★ Hve lengi: Um 50% allra þessara
sjúklinga (um það bil 60% barna yngri
en 15 ára) voru aðeins tíu mínútur eða
minna inni hjá lækninum. Eldra fólkinu
varð dvalsamara inni hjá honum.
New York Times
REYKIÐ VINDLANA EKKI OFAN I
YKKUR!
Það er lltil björg fyrir sígarettureykinga-
fólk að fara yfir 1 vindlareykingar. Það
hefur vanið sig á að reykja ofan í sig,
og sá vani verður of ríkur í fólkinu.
Sumir hætta að reykja sígarettur og snúa
sér að vindlum vegna þess, að þeim
hefur verið talin trú um — af læknum,
meðal annarra — að vindlar séu hættu-
minni og hættan af sjúkdómum af völd-
um reykinga sé minni fyrir þá, sem reykja
vindla. Þetta er ekki rétt, að sögn Allans
L. Goldman, yfirmanni lungnadeildar
Læknaháskóla Suður-Florida, þar sem
hann skýrir frá niðurstöðum rannsókna,
sem hann gerði á fimmtíu sjúklingum.
Eitt af þvl slæma við sígarettureykingar
er aukning á carboxyhemoglobini í blóð-
inu. Þetta efni myndast af kolsýruinni-
haldi blóðsins og skemmir fyrir súrefnis-
flutningi þess. Goldman telur samkvæmt
rannsókn sinni, að hjá þeim, sem áður
reyktu sígarettur en hafa nú snúið sér
að vindlum, sé tvisvar sinnum meira af
þessu efni, en meðan þeir reyktu ,,bara”
sígarettur. Hjá þeim vindlareykingamönn-
um, sem aldrei hafa reykt sígarettur
og þar af leiðandi ekki vanið sig á að
draga reykinn ofan 1 lungun, sé innihald
blóðsins af efni þessu hið sama og hjá
þeim, sem ekki reykja. Niðurstaða hans
er sú, að þeim, sem reykja sígarettur, dugi
ekkert minna en hætta algerlega að reykja;
en ef mönnum finnst þeir endilega þurfa
að púa vindla, eigi að vara þá sérstaklega
við að taka reykinn ofan í sig.
Og að lokum segir hann: „Menn ættu
að hafa hugfast, að ALLIR pípu- og
vindlareykjarar eiga fremur á hættu en
þeir, sem ekki reykja neitt, að fá krabba-
mein í munn eða önnur þau líffæri,
sem reykurinn leikurum.”
AMA-Journal.
KOABÓLAN ENDANLEGA DREPIN.
Heilbrigðisstofnun Sameinuðu þjóð-
anna (WHO) telur, að sameiginleg barátta
þrjátiu þjóða við kúabóluna megi teljast
fyrirmynd alþjóðlegrar samvinnu, þar sem
líkur bendi til, að á siðasta ári hafi tekist
að ganga af kúabólunni endanlega dauðri.
Komi hún hvergi fram í ár eða næsta
ár, verður hún opinberlega yfirlýst sem
sjúkdómur, sem heyri eingöngu liðinni
tið. Að því best er vitað, þrífst sjúkdómur
þessi eingöngu í fóiki, en getur ekki
lifað í dýrum eða jarðvegi. Þess vegna
er henni talið útrýmt, þegar hún fyrir-
finnst ekki framar I fólki.
Sjúkdómurinn, sem hefur drepið millj-
ónir manna á umliðnum öldum, skaut
siðast upp kollinum sem faraldur í Evrópu
árið 1972, þegar 175 júgóslavar veiktust
og 35 dóu. Siðustu viku ársins 1974
voru aðeins 373 kúabólutilfelli í öllum
heiminum. Flest vou þau í Indlandi,
176, 157 í Bangladesh og 37 í Eþíópíu,
þar sem sjúkdómur þessi hefur geysað
um aldaraðir.
Til þess að stemma þessar ár að ósi
beitti Heilbrigðisstofnunin fyrir sig yfir
200 læknum og tugum þúsunda aðstoð-