Úrval - 01.01.1976, Side 103

Úrval - 01.01.1976, Side 103
,,LÁTTU ÞÁ HAFÁ ÞAÐ, HARRY!” slegnar tvær flugur í einu höggi. Á þess- um tíma voru um tvær milljónir múldýra í Missouri, og hvert þeirra var um níutíu dollara virði. Og við höfðum 245 þúsund svertingja, sem I - margra augum voru hreint einskis virði. Þetta var rangt, og ég rétti úr mér á tröppum dómhússins í Sedalia og gaf yfirlýsingu þess efnis. Það var 15. júní 1940. Sedalia var helsta virki Ku Klux Klan, og það var ekki svart andlit til í áheyrendaskaranum. ,,Vinir og nágrannar,” byrjaði ég. ,,É'g verð að gera dálitla játningu. Ég trúi á samfélag mannanna, og ekki bara á sam- félag hvltu mannanna. Ykkur fer á sömu lund, ef þið, eins og ég, trúið á mann- réttindayfirlýsinguna og á stjórnarskrá Bandaríkjanna. Góðir tilheyrendur, við vitum öli, að á síðustu árum hefur flutn- ingum svertingja úr dreifbýli til þéttbýlis fjölgað mjög, og þar er um að kenna aftökum án dóms og laga, barsmíðum og ofbeldi skrílsins. Þegar svertingjarnir eru komnir í stóru borgirnar, eru þeir virtir að vettugi. Þeir neyðast til að búa I einangruðum skuggahverfum. Þá skortir lífsnauðsynjar. Þeir fá ekki tækifæri til að vinna sómasamlega fyrir sér. Sem frjálsir menn verðskulda þeir eitthvað betra en þetta. Ég veit, að sumir ykkar eru ekki alveg sammála mér, en þið hljótið að vera mér sammála um, að ef við ýtum svertingjunum niður 1 svörtustu djúp niðurlægingarinnar, dregur hann hvlta manninn með sér.” Ég vann þessar kosningar með 8 þúsund atkvæða mun. Mikið er nú l.jótt í heiminum, en ég held að Ijótasta uppfinning mannkyns- ins sé stríð. I stríði gengur allt illa fyrir öllum. forsetar eru engin undantekn- ing. Það eru ckki aðeins óvinirnir. sem 101 gera þeim helvítið heitt, heldur einnig þeirra eigin hershöfðingjar. Og svo sannarlega stóð ég I ströngu með einn hershöfðingja minna, Douglas Mac- Arthur. Hann gat ekki komið því inn I hausinn á sér, sem Clemenceau, einn af ráðherrum frakka á dögum fyrri heims- styrjaldarinnar, hafði sagt: „Stríð er alltof alvarlegt mál handa hershöfðingjum að fást við. ’ ’ Vandræði okkar með MacArthur hófust strax eftir uppgjöf Japana. Ég hef svo sem alltaf borið mikla virðingu fyrir hernaðar- snilld Mac Arthurs, og ég skildi meira að segja það hlutverk, sem hann lék fyrir austurlandabúana — hlutverk himnaföðurins. En honum fannst, að öll stjórnarstefna varðandi Japan ætti að eiga upphaf sitt 1 Tókió, hjá honum, og hann gaf stöðugt út allskonar yfirlýsingar um hernám okkar í Japan án þess að ómaka sig við að hafa samband við stjórnina fyrst. Það get ég með sanni sagt, að það var fjandi óþægilegt fyrir forseta Bandaríkj- anna að komast að því í morgunblöð- unum, hvað við vorum að gera austur þar. Meðan á Kóreustríðinu stóð, fannst mér sem ég hefði gert allt, sem I mlnu valdi stóð, til þess að reyna að ná einhverju skilningssambandi við MacArth- ur. Ég flaug meira að segja 16 þúsund mílur, til Wake-eyjar. Þegar ég kom þang- að, var hann á hringsóli yfir eyjunum, og beið þess, að ég lenti fyrst. Hann lét I veðri vaka, að þeir ættu við einhverja tækniörðugleika að stríða, en ég vissi betur: Hann var að látast. Svo ég lét flug- mann minn segja flugmanni hans að hlamma andskotans flugvélinni niður, og þeir gerðu það. MacArthur beið eftir mér, með krumpna húfukollu, sólgler- augu, pípuna uppi I sér og skyrtuna flakandi. ..Hershöfðingi,” sagði ég við
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Úrval

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.