Úrval - 01.01.1976, Síða 124

Úrval - 01.01.1976, Síða 124
122 ClRVAL drepið í. Allavega er friðsælt og heilbrigt líf ekki drama. Þessvegna fara ekki fréttir eða sögur af þvl. Það er ekki hægt að seija friðsælt líf, fólk vili ekki kaupa það. Síst í fréttum. Fyrir því kemst Island í heimsfréttir aðeins af þrennu tilefni: eldgos (verst að enginn skuli tortímast í þeim), þorskastríð eða kvennafrí. Af því að allt er þetta drama utan hins friðsæla lífs. Það er hægt að selja eldgos, þorska- stríð og kvennafrí. LÖGMÁL SÖLUMENNSKUNNAR: FYRSTUR MEÐ FRÉTTINA. Þetta lögmál einkennir fréttamennsk- una og öðrum fremur og hafa íslendingar orðið áþreifanlega varir við það í því þorskastríði sem nú geysar. Á hinum alþjóðlega fréttamarkaði er það fyrsta fréttin sem selst. Fyrir því er það breska fréttin sem blífur á þessum vígvelli. Bretar kunna þetta af langri þjálfun. Við fengum að þreifa á þessu á dög- unum í sambandi við Seyðisfjarðaratvikið sem sátum vestur I New York, örfáir íslendingar í sendinefnd íslands hjá Sam- einuðu þjóðunum, sem höfðum aðeins fengið óljósar fréttir um opinbera aðila um það sem gerst hafði. Nær samtímis var komin frásögn af atvikinu í banda- rískum útvarpsstöðvum eftir breskum heimildum. Um að íslenskt varðskip hefði ögrað breskum dráttarbátum með því fyrst að reyna að sigla á þá og síðan skjóta á þá. Þessa dráttarbáta sem voru að reyna að verja lögmætar veiðar breskra skipa á úthafinu. Virtasta blað Bandaríkjanna, New York Times birti örlitla klausu I þessum dúr, en síðan ekki stafkrók meir um málið meðan ég var vestra fram að kvöldi 17. desembersl. Þegar loks höfðu borist frá Islandi tveim dögum seinna ákveðnar fréttir um atvikið og myndir sem skýrðu það á óyggjandi hátt, hafði enginn áhuga á því. Það var of seint. Það var alltaf verið að drepa ein- hverja I Beirút og Angóla. Það var stór- bruni í New York einhversstaðar, gott ef margir brunnu ekki inni. Slíkt efni fyllti marga forsíðudálka blaðanna. Og verkfalli sorphreinsunarmanna I New York lauk einmitt sama daginn og fréttirnar bárust frá mynni Seyðisfjarðar, en þá höfðu hlaðist upp 65 þúsund smálestir af sorpi á gangstéttum heimsborgarinnar og slikt var auðvitað enginn smáræðis fréttamatur. ÁRÓÐUR OG DIPLÓMATI. Hér var þvi ögn lýst hvernig heims- fréttirnar hafa leikið islendinga i þorska- striðinu. Og það var auðvitað mikil lifs- reynsla að fylgjast með þvi hvernig vina- þjóðin í Nató, bretar, túlkuðu Seyðis- fjarðaratvikið og þorskastríðið í heild fyrir Öryggisráði Sameinuðu þjóðanna. Ég rifja það aðeins upp aftur, þvi að þeir sem þessar línur kunna að lesa mega gjarna festa sér það vel í minni. Að sjálfsögðu gerði fastafulltrúi breta, Ivor Richards, ekki annað en flytja það sem utanríkisráðuneytið í London fær honum í hendur í þessu máli, og verður það nú rakið eftir þeirri einu ræðu sem hann flutti um það í Öryggisráðinu: Bresku dráttarbátarnir höfðu ieitað vars fyrir stórsjó. Úti fyrir hafði verið stormur. Þá kemur varðskipið Þór aðþeim og reynir ásiglingu, sem ómögulegt var að hindra, þrátt fyrir góðarr vilja skipstjóra dráttar- bátanna. Síðan bcetir Þór gráu ofan á svart með því að :kjóta á óvopnaðan dráttar- bát. Lloydsman, en hitti til allra lukku ekki. Þetta vw eins og fyrirsögn, en svo kom baksvið fiskveiðideilunnar í breskri útgáfu: Bretar hafa hefðbundinn rétt til að veiða við ísland. Alþjóðadómstóllinn hefur staðfest þetta með dómi og ákveðið
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132

x

Úrval

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.