Úrval - 01.01.1976, Side 124
122
ClRVAL
drepið í. Allavega er friðsælt og heilbrigt
líf ekki drama. Þessvegna fara ekki fréttir
eða sögur af þvl. Það er ekki hægt að
seija friðsælt líf, fólk vili ekki kaupa það.
Síst í fréttum. Fyrir því kemst Island í
heimsfréttir aðeins af þrennu tilefni:
eldgos (verst að enginn skuli tortímast
í þeim), þorskastríð eða kvennafrí. Af því
að allt er þetta drama utan hins friðsæla
lífs. Það er hægt að selja eldgos, þorska-
stríð og kvennafrí.
LÖGMÁL SÖLUMENNSKUNNAR:
FYRSTUR MEÐ FRÉTTINA.
Þetta lögmál einkennir fréttamennsk-
una og öðrum fremur og hafa íslendingar
orðið áþreifanlega varir við það í því
þorskastríði sem nú geysar. Á hinum
alþjóðlega fréttamarkaði er það fyrsta
fréttin sem selst. Fyrir því er það breska
fréttin sem blífur á þessum vígvelli.
Bretar kunna þetta af langri þjálfun.
Við fengum að þreifa á þessu á dög-
unum í sambandi við Seyðisfjarðaratvikið
sem sátum vestur I New York, örfáir
íslendingar í sendinefnd íslands hjá Sam-
einuðu þjóðunum, sem höfðum aðeins
fengið óljósar fréttir um opinbera aðila
um það sem gerst hafði. Nær samtímis
var komin frásögn af atvikinu í banda-
rískum útvarpsstöðvum eftir breskum
heimildum. Um að íslenskt varðskip hefði
ögrað breskum dráttarbátum með því fyrst
að reyna að sigla á þá og síðan skjóta á
þá. Þessa dráttarbáta sem voru að reyna
að verja lögmætar veiðar breskra skipa
á úthafinu. Virtasta blað Bandaríkjanna,
New York Times birti örlitla klausu I
þessum dúr, en síðan ekki stafkrók meir
um málið meðan ég var vestra fram að
kvöldi 17. desembersl.
Þegar loks höfðu borist frá Islandi tveim
dögum seinna ákveðnar fréttir um atvikið
og myndir sem skýrðu það á óyggjandi
hátt, hafði enginn áhuga á því. Það var
of seint. Það var alltaf verið að drepa ein-
hverja I Beirút og Angóla. Það var stór-
bruni í New York einhversstaðar, gott ef
margir brunnu ekki inni. Slíkt efni fyllti
marga forsíðudálka blaðanna. Og verkfalli
sorphreinsunarmanna I New York lauk
einmitt sama daginn og fréttirnar bárust
frá mynni Seyðisfjarðar, en þá höfðu
hlaðist upp 65 þúsund smálestir af sorpi
á gangstéttum heimsborgarinnar og slikt
var auðvitað enginn smáræðis fréttamatur.
ÁRÓÐUR OG DIPLÓMATI.
Hér var þvi ögn lýst hvernig heims-
fréttirnar hafa leikið islendinga i þorska-
striðinu. Og það var auðvitað mikil lifs-
reynsla að fylgjast með þvi hvernig vina-
þjóðin í Nató, bretar, túlkuðu Seyðis-
fjarðaratvikið og þorskastríðið í heild
fyrir Öryggisráði Sameinuðu þjóðanna.
Ég rifja það aðeins upp aftur, þvi að
þeir sem þessar línur kunna að lesa mega
gjarna festa sér það vel í minni.
Að sjálfsögðu gerði fastafulltrúi breta,
Ivor Richards, ekki annað en flytja það
sem utanríkisráðuneytið í London fær
honum í hendur í þessu máli, og verður
það nú rakið eftir þeirri einu ræðu
sem hann flutti um það í Öryggisráðinu:
Bresku dráttarbátarnir höfðu ieitað vars
fyrir stórsjó. Úti fyrir hafði verið stormur.
Þá kemur varðskipið Þór aðþeim og reynir
ásiglingu, sem ómögulegt var að hindra,
þrátt fyrir góðarr vilja skipstjóra dráttar-
bátanna. Síðan bcetir Þór gráu ofan á svart
með því að :kjóta á óvopnaðan dráttar-
bát. Lloydsman, en hitti til allra lukku
ekki. Þetta vw eins og fyrirsögn, en svo
kom baksvið fiskveiðideilunnar í breskri
útgáfu: Bretar hafa hefðbundinn rétt til
að veiða við ísland. Alþjóðadómstóllinn
hefur staðfest þetta með dómi og ákveðið