Úrval - 01.01.1976, Síða 128
126
ÚRVAL
þóknast, en hún hættir að halda upp S
þá, sem haga sér eíns og hún sé ekki
fyllilega fær um að ala afkvæmi sitt upp.
Konur geta tímum saman rætt skapgerð
barna sinna við aðrar konur, eða samband
sitt við eiginmanninn. En konur, sem
þannig rekja raunir sínar, hrökkva undan,
þegar trúnaðarvinkonan kemur með of
beinar ráðieggingar. Það sem önnur telur
stuðning, kann hin að telja afskiptasemi.
Hinn gullni meðalvegur er vandþræddur.
Konur læra að vera diplómatískar, en dip-
lómötum getur orðið á í messunni eins
og öðrum. Konan getur orðið sérlega
viðkvæm fyrir gagnrýni, sérstakiega ef
hún kemst að því, að það sem hún
sagði annarri konu í trúnaði, hefur síast út
til fleiri.
Þess konar söguburður (sem kallaður
hefur verið tómstundagaman hinna verk-
efnalitiu), stafar iíklega fremur af öryggis-
leysi og forvitni fremur en illgirni. Konur
..kjafta frá” leyndarmáium annarra
kvenna til þess að prófa eða fá stuðning
við sínar eigin hugsanir og hegðun.
Þær cru að koma sér upp nothæfum
siðarcglum. pg, þær leita tii samfélags
kvenna til þess að komast.að þvi, hvort
þéirra eigin hugmyndit úm kórrétta
hegðun'. eiga ser endurspeglun hjá öðrum.
konum. En ef ekki er . beitt' ýtrustu .
tillitssemi og kurteísi allra þeirrá/sem hlut
eiga að máli, kann vinskapurinn að véslast
upp og sálast.
Svarið er, að konunni hefur, verið inn-
prentað að heimur karlsins og starf hans'
sé raunverulegra en þeirra.
Þess vegna dengja þær- ,,ómerkilegum'’
leyndarmálum vfir vinkonur sínar, vanda-
málum, sem þær telja fyrir neðan virðingu
eiginmannsins. Ef til vill er jákvæðasti
árangur sjálfskönnunar námshópanna,
sem skotið hafa upp kollinum á þessum
áratug sá, að konurnar læra að líta
á kvennarabbið og „leyndarmálin” —
eins alvarlega og þessi mál verðskulda.
Og það hefur leitt til betri hjónabanda.
Samt eru ennþá til hlutir, sem konur
trúa vinkonum sínum fyrir, en myndu
nauðugar segja nokkurri karlskepnu. Ég
veit um konur, sem af ótta við að vera
stimplaðar „ókvenlegar” hafa logið sann-
færandi að lækni sínum eða sálfræðingi
um kynlíf sitt, og haldið því fram að
þær fengju fullnægingu hverju sinni,
þegar það 1 rauninni er ekki þannig.
Konur leyna því gjarnan fyrir körlum,
sem þeim þykir vænt um, að þær séu
ófullnægðar. En þær segja það ánnarri
konu og treysta henni til að þegja yfir
því. Þær spjalla um fósturlát og getnaðar-
varnir hver við aðra, en ekki við presta
slna eða sálgæslumenn. Þær þjóna sem
hver annarrar skriftamóðir og sálfræðingur
Konur styðja hver aðra á erfiðleika-
tímum og telja kjark hver í aðra. En að
eiga I erfiðleikum og sýna_kjark er eitt.
Að eiga stöðugt í erfiðleikum er annað.
Kona getur ekki kvartað án afláts yfir
ófullkomleik eiginmanns sins, án þess að
finnast að lokum að hún sé annað hvort
svikari eðá kjáni; óg hvort sem vérður
eru miklar likur tii, að þar með endi
vinskapurinn við trúnaðarvinkonuna.
Hún finnur á sér, að fyrirlitning vinkon-
unnar er óhjákvæmileg, eða þá að hún
fær foragt á sjálfri sér fyrir að hafa
ekki hugrekki til að gera eitthvað í sínum
cigin tilfinningamálum. Og hún fer að
forðast vinkonuna, sem veit of margt um
hana.
Því verður ekki á móti mælt, að það
er viss hætta fólgin í þvi að segja öðrum
frá leyndarmálum sinum. Tvöfalt sam-
band og áköf einbeidng. að tilfinninga-
málunum yekur konum sektartilfinningu