Goðasteinn - 01.09.1971, Page 20

Goðasteinn - 01.09.1971, Page 20
Urðu allir íslendingar þeim fréttum fegnir, og eftir stuttan tíma, komu mennirnir heilir á húfi heim til sín. Skipstjóri á Jennýju minnir mig að væri Jón sál. Árnason, þá til heimilis á Hrúteyri, ættaður af Fáskrúðsfirði að mig minnir. Af Jenný er það að segja, að hana rak upp á Fossfjöru á Síðu og lá þar í strandi á fjörunni til næsta vors, 1920. Þegar kom fram á vorið, þá fór eigandi bátsins að vita um, hvort hann myndi ekki vera sjófær og sýndist svo vera. Með Valdóri Bóassyni frá Hrút- eyri fór Gissur Filippusson frá Kálfafellskoti í Fljótshverfi, þá til heimilis á Seyðisfirði, útlærður vélamaður og vélsmiður. Foreldrar hans voru þau nafnfrægu hjón, Þórunn Gísladóttir grasaiæknir og Filippus Stefánsson silfursmiður. Þegar þeir Valdór og Gissur voru búnir að fá mokað sandi frá bátnujm, þá fóru þeir að skrúfa vél bátsins sundur og hreinsa sjó og sand úr henni. Ekkert var brotið í henni eða skemmt. Næst fóru þeir að setja vélina saman, og að því búnu var ekkert annað eftir en fá heimamenn í sveitinni til að rétta bátinn og ýta honum til sjávar. Gcrðu það 30-40 menn úr Fljótshverfi, af Brunasandi og Síðu. Þar í hópnum voru stórir og sterkir menn og viljagóðir, sem mest hugsuðu um það, að verkið gengi fljótt og vel. Þarna vantaði aðeins tvennt til þess, að stanzlaust væri hægt að setja fleytuna á flot og hefja ferðina heimleiðis austur með sand- inum, en það var smurningsolía og brennsluolía á vélina, söm var annaðhvort Alfavél eða Tuxham. Úr vandanum með smurnings- olíuna rættist þann veg, að dag nokkurn fór Valdór á fjöru og sló þar útsel. Spikið af honum var brætt, og úr því fékkst nothæf smurningsolía á vélina austur til Flornafjarðar. Verra var að bæta úr vandanum með brennsluoiíu, og voru nú góð ráð dýr. Þá vildi það til, að Valdór var einn á gangi ekki langt frá bát sínum og víst biðjandi þess, að á einhvern hátt mætti rætast úr með brennsluolíuna. Skeður þá hið óvænta í annað sinn: Valdór segist hafa séð eitthvað marandi í miðju kafi úti í brim- garðintím. Var hann þá fljótur að hugsa sem fyrr. Klæddi hann sig úr öllum fötum, óð út í sjó upp í hendur og upp í háls í öld- unum. Náði hann þarna handfestu á tunnu og smámjakaðist með hana að landi, þar til hann gat velt henni upp á fjöruna. Þar náði 18 Goðasteinn

x

Goðasteinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1897

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.