Úrval - 01.10.1976, Page 3

Úrval - 01.10.1976, Page 3
1 10. hefti 35. ár Urval Október 1976 I þessum mánuði hefst vetur, þessi langa og dimma árstíð, sem okkur finnst í fljótu bragði að sé svo langtum sterkari á landi okkar heldur en bjart og hlýtt sumarið. Við höfum fundið að skuggarnir lengjast og dagarnir styttast, og kuldinn hefur að nokkru marki haldið innreið sína. Sumarið var heldur votviðrasamt sunnanlands og vestan, en þeim mun hlýrra og þurrara norðan og austan, og er svo annað árið í röð. í fyrra var meiri vetur og snjóasamari hér sunnanlands en verið hafði um langt árabil. Það verður forvitnilegt að sjá, hvort tíðarfarið er orðið fast við okkur, eða hvort við fáum nú mildan vetur og hlýtt og þurrt sumar að ári. Þangað til verðum við að þreyja þorrann og góuna. Upp á síðkastið hefur Úrval verið seinna á ferðinni en aðstandendum þess þykir gott. Þetta viljum við afsaka, en það er af óviðráðanlegum ástæðum. Samt erum við að vona, að þetta lagist nú á næstunni, þannig að heftið verið á réttum tíma. Samtímis ber að þakka trygglyndum lesendum Orvals þolinmæðina, en þeir hafa ekki látið seinaganginn á sig fá heldur keypt heftið skilvíslega, þegar það kemur út, það er að segja þeir, sem ekki nota sér það hagræði að vera áskrifendur og fá heftið heimsent um leið og það kemur út. Við leyfum okkur að vona, að nú sem fyrr geti Úrval heldur stytt veturinn og lyft ofurlítið þungum skammdegishimninum fyrir lesendur sína. Ritstj. FORSÍÐAN: Haustliti nefnir ljósmyndarinn þessa mynd, og það er réttnefni. Hins vegar munu þeir, sem til þekkja, sjá undir eins að í baksýn eru Hraunsnefsöxl og Baula, og því draga þá ályktun að iitanna hafí verið leitað í Grábrókarhrauni niður undir Norðurá. Ljósm. Skarphéðinn Ragnarsson.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Úrval

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.