Úrval - 01.10.1976, Qupperneq 7
,,ASTER EKKINOG”
5
viskusamlega. Og okkur þótti undur
vænt um hana.
Þessi þankagangur minn rofnaði,
þegar Mike kom þjótandi til sjúkra-
hússins. Ég þaut á móti honum og
við þrýstum hvors annars hendur.
Rétt í því opnaði iæknirinn dyrnar
að stofu Katie. Við sáum hana liggja
grafkyrra á borði, hjúpaða með laki.
Að henni og frá lágu vírar og snúrur
eins og símaskiptiborði. Læknirinn.
kom til okkar. Þeir höfðu dælt upp
úr henni, sagði hann. Hún var enn
meðvitundarlaus, en þeir héldu, að
hún myndi hafa þetta af. Annað
hvort okkar ætti að vera hjá henni.
Við kinkuðum kolli og vissum, að við
myndum bæði verða hjá henni.
,,Hver er sálfræðingur ykkar?”.
spurði læknirinn. Við Mike litum
vantiúuð hvort á annað. ,,Við höfum
engan,” svaraði Mike loks.
,,Þá sendi ég sálfræðing sjúkra-
hússins til ykkar.” Rödd læknisins
var fullkomlega eðlileg. ,,Nú skuluð
þið fara inn til hennar. Hún getur átt
bágt, þegar hún vaknar.”
Katie lá á mjóum bekk. Við Mike
settumst, hann til fóta, ég við hlið
hennar. Ég tók um hönd hennar.
Hún var köld og máttiaus. Kiukku-
stund leið. Önnur. Ösögð spurningin
hnitaði hringi í kring um okkur:
Hvers vegna?
Já, hvers vegna? Katie var góð.
Henni gekk vel. Henni var unnað.
Hún varí miklum metum meðal vina
sinna og kunningja, hjá bræðmm
sínum og hafði meira að segja gott
samband við foreldra sína. Hvers
vegna?
Við því fékkst ekkert svar.
Þegar tíminn var orðinn að eilífð,
tók Katie að stynja og bylta sér.
„Katie,” hvíslaði ég. „Katie,
mamma og pabbi em hjá þér. Við
emm hérna.”
Hún stundi því meir og reyndi að
segja eitthvað án þess að nokkuð
heyrðist, og líkami hennar rykktist
til.
Ég strauk af enninu á henni og laut
alveg að henni. „Mamma og
pabbi...” byrjaði ég. En áður en ég
kæmist lengra, tvinnaði hún svo
saman formælingum, að ég hlunkað-
ist aftur yfir mig og niður á stólinn.
Katie hafði aldrei borið sér ljqtt orð í
munn fyrr.
Mike fór að ná í hjúkrunarkonu.
Hún kom undir eins, með grá bönd,
sem minntu á hermannabelti. Hún
snéri sér orðalaust og kuldalega að
því að óla hana niður á höndum og
fótum. Katie reyndi eins og hún væri
viðþolslaus að bylta sér, það var
herkjusvipur á andlitinu og bakið
spenntist frá bekknum, þegar hún
reyndi að slíta sig lausa. Þegar
hjúkrunarkonan renndi rökum klút
yfir kinnar hennar, glefsaði Katie
eins og skepna og beit í úlnliðinn á
hjúkmnarkonunni. Og svo tvinnað
hún saman formælingunum.
Þannig leið nóttin. Hvíldarstundir
Katie voru fáar og stuttar. Þær
stundir voru mun lengri og tíðari,
sem hún barðist í böndunum og