Úrval - 01.10.1976, Side 7

Úrval - 01.10.1976, Side 7
,,ASTER EKKINOG” 5 viskusamlega. Og okkur þótti undur vænt um hana. Þessi þankagangur minn rofnaði, þegar Mike kom þjótandi til sjúkra- hússins. Ég þaut á móti honum og við þrýstum hvors annars hendur. Rétt í því opnaði iæknirinn dyrnar að stofu Katie. Við sáum hana liggja grafkyrra á borði, hjúpaða með laki. Að henni og frá lágu vírar og snúrur eins og símaskiptiborði. Læknirinn. kom til okkar. Þeir höfðu dælt upp úr henni, sagði hann. Hún var enn meðvitundarlaus, en þeir héldu, að hún myndi hafa þetta af. Annað hvort okkar ætti að vera hjá henni. Við kinkuðum kolli og vissum, að við myndum bæði verða hjá henni. ,,Hver er sálfræðingur ykkar?”. spurði læknirinn. Við Mike litum vantiúuð hvort á annað. ,,Við höfum engan,” svaraði Mike loks. ,,Þá sendi ég sálfræðing sjúkra- hússins til ykkar.” Rödd læknisins var fullkomlega eðlileg. ,,Nú skuluð þið fara inn til hennar. Hún getur átt bágt, þegar hún vaknar.” Katie lá á mjóum bekk. Við Mike settumst, hann til fóta, ég við hlið hennar. Ég tók um hönd hennar. Hún var köld og máttiaus. Kiukku- stund leið. Önnur. Ösögð spurningin hnitaði hringi í kring um okkur: Hvers vegna? Já, hvers vegna? Katie var góð. Henni gekk vel. Henni var unnað. Hún varí miklum metum meðal vina sinna og kunningja, hjá bræðmm sínum og hafði meira að segja gott samband við foreldra sína. Hvers vegna? Við því fékkst ekkert svar. Þegar tíminn var orðinn að eilífð, tók Katie að stynja og bylta sér. „Katie,” hvíslaði ég. „Katie, mamma og pabbi em hjá þér. Við emm hérna.” Hún stundi því meir og reyndi að segja eitthvað án þess að nokkuð heyrðist, og líkami hennar rykktist til. Ég strauk af enninu á henni og laut alveg að henni. „Mamma og pabbi...” byrjaði ég. En áður en ég kæmist lengra, tvinnaði hún svo saman formælingum, að ég hlunkað- ist aftur yfir mig og niður á stólinn. Katie hafði aldrei borið sér ljqtt orð í munn fyrr. Mike fór að ná í hjúkrunarkonu. Hún kom undir eins, með grá bönd, sem minntu á hermannabelti. Hún snéri sér orðalaust og kuldalega að því að óla hana niður á höndum og fótum. Katie reyndi eins og hún væri viðþolslaus að bylta sér, það var herkjusvipur á andlitinu og bakið spenntist frá bekknum, þegar hún reyndi að slíta sig lausa. Þegar hjúkrunarkonan renndi rökum klút yfir kinnar hennar, glefsaði Katie eins og skepna og beit í úlnliðinn á hjúkmnarkonunni. Og svo tvinnað hún saman formælingunum. Þannig leið nóttin. Hvíldarstundir Katie voru fáar og stuttar. Þær stundir voru mun lengri og tíðari, sem hún barðist í böndunum og
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Úrval

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.