Úrval - 01.10.1976, Side 8

Úrval - 01.10.1976, Side 8
6 URVAL tvinnaði saman hatursfullum fúkyrð- um. Þegar sjúkraliði losaði hendur hennar til að rannsaka hana, kreppti hún hnefann og gaf honum blóðnas- ir. Svo sparkaði hún gleraugunum af nýrri hjúkrunarkonu, sem var að reyna að skipta um rúmföt hjá henni. Loks, um klukkan sex um morgun- inn, sofnaði hún; Þegar hún vaknaði aftur, reyndi hún að segja eitthvað, en gat það ekki af því hún var svo þurr í munninum. Ég þar vatnsglas að, vörumhennar, ogsvo losaði ég hendur ’ hennar. Hún brosti. Við Mike litum hvort á annað og börðumst við tárin. ,,Hvar er ég?” tautaði hún. ,,Á spítalanum, Katie,” svaraði Mike. ,,Mig dreymdi...” sagði hún og néri úlnliðina,” ...ég held mig hafi dreymt...” Hún þagnaði og varð á svipinn eins og hún væri að reyna að rifja eitthvað upp. ,,Ég trúi því varla... allt þetta... mér finnst að ég hafi... hatað allt og alla ” ,,Okkur, Katie? Aðallega okkur?” spurði Mike. ,,Nei, aðallega sjálfa mig,” svaraði hún og lokaði augunum. Litlu síðar kom Dr. Mathews, sálfræðingur sjúkrahússins, til okkar. Hann bað okkur Mike að fara, en var sjálfur um klukkustund hjá Katie. Þegar hann kom aftur, vísaði hann okkur inn í litla skrifstofu. ,,Katie er mjög æst,” sagð hann. ,,Hún hefur ekki mikið álit á sjálfri sér. Þess vegna tók hún svefnpillurnar. ’ ’ ,,En hún er svo dásamleg — og hefur alltaf verið það,” skrapp út úr mér í vörn. ,,Hún hlýtur að vita það.” Sálfræðingurinn hélt ró sinni. ,,Hún veit að ykkur finnst það og þess vegna reyndi hún að vera það. Henni fannst hún verða að vera það, úr því að ykkur fannst það. Það var það, sem hún var að reyna að segja okkur með þessu tiltæki.” ,,En hvers vegna svona?” spurði ég. ,,Hvers vegna var hún ekki búin að tala um þetta við okkur? Við höfum alltaf getað talað saman.” ,,Hún vildi ekki valda ykkur vonbrigðum — vildi ekki láta neinn halda að hún væri ekki eins góð og allir héldu. Okkur langar öll til að vera elskuð, og hún hélt að aðeins með því að vera góð gæti hún látið elska sig — meira að segja foreldra sína. Henni finnst hún ekki vera einstaklingur, svo það skipti engu máli þótt hún hverfl. Það er þetta, sem ég verða að fást við.” ,,Þá kynni hún að gera þetta aftur? sagði Mike í spurn. , Já. Þess vegna vil ég láta hana á geðsjúkrahús um hríð.” Mike og Dr. Mathews héldu áfram að ræða saman um stund, en ég heyrði ekki til þeirra. Hugsun mín þurrkaðist út. Ég kom aftur til sjálfrar mín, rugluð og utan við mig, og heyrði að þeir voru að ræða um hvaða geðsjúkrahús hún skyldi fara á. ,,Hún er ekki sú eina. Það er fleira ungt fólk þar,” sagði sálfræðingur-
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Úrval

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.