Úrval - 01.10.1976, Qupperneq 8
6
URVAL
tvinnaði saman hatursfullum fúkyrð-
um. Þegar sjúkraliði losaði hendur
hennar til að rannsaka hana, kreppti
hún hnefann og gaf honum blóðnas-
ir. Svo sparkaði hún gleraugunum af
nýrri hjúkrunarkonu, sem var að
reyna að skipta um rúmföt hjá henni.
Loks, um klukkan sex um morgun-
inn, sofnaði hún;
Þegar hún vaknaði aftur, reyndi
hún að segja eitthvað, en gat það
ekki af því hún var svo þurr í
munninum. Ég þar vatnsglas að,
vörumhennar, ogsvo losaði ég hendur ’
hennar. Hún brosti. Við Mike litum
hvort á annað og börðumst við tárin.
,,Hvar er ég?” tautaði hún.
,,Á spítalanum, Katie,” svaraði
Mike.
,,Mig dreymdi...” sagði hún og
néri úlnliðina,” ...ég held mig hafi
dreymt...” Hún þagnaði og varð á
svipinn eins og hún væri að reyna að
rifja eitthvað upp. ,,Ég trúi því
varla... allt þetta... mér finnst að ég
hafi... hatað allt og alla ”
,,Okkur, Katie? Aðallega okkur?”
spurði Mike.
,,Nei, aðallega sjálfa mig,” svaraði
hún og lokaði augunum. Litlu síðar
kom Dr. Mathews, sálfræðingur
sjúkrahússins, til okkar. Hann bað
okkur Mike að fara, en var sjálfur um
klukkustund hjá Katie. Þegar hann
kom aftur, vísaði hann okkur inn í
litla skrifstofu. ,,Katie er mjög æst,”
sagð hann. ,,Hún hefur ekki mikið
álit á sjálfri sér. Þess vegna tók hún
svefnpillurnar. ’ ’
,,En hún er svo dásamleg — og
hefur alltaf verið það,” skrapp út úr
mér í vörn. ,,Hún hlýtur að vita
það.”
Sálfræðingurinn hélt ró sinni.
,,Hún veit að ykkur finnst það og
þess vegna reyndi hún að vera það.
Henni fannst hún verða að vera það,
úr því að ykkur fannst það. Það var
það, sem hún var að reyna að segja
okkur með þessu tiltæki.”
,,En hvers vegna svona?” spurði
ég. ,,Hvers vegna var hún ekki búin
að tala um þetta við okkur? Við
höfum alltaf getað talað saman.”
,,Hún vildi ekki valda ykkur
vonbrigðum — vildi ekki láta neinn
halda að hún væri ekki eins góð og
allir héldu. Okkur langar öll til að
vera elskuð, og hún hélt að aðeins
með því að vera góð gæti hún látið
elska sig — meira að segja foreldra
sína. Henni finnst hún ekki vera
einstaklingur, svo það skipti engu
máli þótt hún hverfl. Það er þetta,
sem ég verða að fást við.”
,,Þá kynni hún að gera þetta aftur?
sagði Mike í spurn.
, Já. Þess vegna vil ég láta hana á
geðsjúkrahús um hríð.”
Mike og Dr. Mathews héldu áfram
að ræða saman um stund, en ég
heyrði ekki til þeirra. Hugsun mín
þurrkaðist út. Ég kom aftur til sjálfrar
mín, rugluð og utan við mig, og
heyrði að þeir voru að ræða um hvaða
geðsjúkrahús hún skyldi fara á.
,,Hún er ekki sú eina. Það er fleira
ungt fólk þar,” sagði sálfræðingur-