Úrval - 01.10.1976, Page 9
,,ÁSTER EKKI NÖG”
inn. Hann stóð upp og kom til okkar.
,,En henni þykir vænt um ykkur, það
megið þið vita.”
,,Og okkur þykir vænt um hana,”
svaraði Mike.
„Égveit.”
,,En af hverju þá?” stagaðist ég
enn.
,,Ást er ekki nóg. Maður getur
ekki verið til sem endurvarp af ást
annars. Maður verður að eiga sinn
eigin persónuleika. ” Það varð löng
þögn. ,,Hún mun eignast sinn.”
Við fórum aftur til Katie. Hún lá á
bakinu, hárið flóði um koddann.
Hið ytra var hún friðsæl og afslöppuð
— eins og sú Katie sem við héldum
að við þekktum. Hið innra — þar
sem við þekktum ekki til — sauð
angur og sjálfsfyrirlitning, í fjötrum
vegna ástar okkar, jafn þungum
fjötrum og þeim, sem héldu höndum
hennar og fótum um nóttina.
Hún var fimm mánuði á geð-
sjúkrahúsi. Hún missti það ár úr
skólanum, og vildi ekki fara aftur
næsta haust. Þess í stað fór hún að
7
vinna í búð á staðnum. Við sögðum
ekkert, við vorum að læra að reyna að
skilja hana.
I desember fannst henni hún vera
reiðubúin. Hún fór aftur í skólann og
brautskráðist hálfu öðru ári síðar. Og
í september það ár fór hún í
menntaskóla.
MIKE LÍTUR Á mig og klappar mér á
hendina. Katie hefur verið kölluð
upp. Meðan hún gengur upp á
pallinn, er árangur hennar kynntur,
ágætiseinkunn. Katie lítur til okkar
um leið og hún snýr aftur í sætið.
Hún brosir og yppir öxlum lítið eitt.
Á eftir er okkur óskað til ham-
ingju. Við Mike brosum og þökkum
kurteislega fyrir okkur. Aðeins við
tvö og Katie vitum, hvað hér liggur
raunverulega að baki — hvað það er,
sem hún hefur glímt við og sigrast á
og stendur langtum ofar námsárangri
hennar. Því fyrir þá baráttu hefur
hún nú að lokum hlotið sína umbun:
Hún hefur fundið sjálfa sig.
★
Það sýður upp úr hjá okkur við mismunandi hitastig.
R. V. E.
Gamla kynslóðin hugsaði ekki mikið um að hún þyrfti að fara á
fætur klukkan 6 á morgnana. Og okkar kynslóð gerir það ekki heldur.
J.J.
Þögn er sama og samþykki — eða sú hræðilega tilfmning að enginn
sé að hlusta.
S. K.