Úrval - 01.10.1976, Side 11

Úrval - 01.10.1976, Side 11
NOTKUN VIDBÖTAREFNA IMATVÆLAFRAMLEIÐSLU 9 með því að drekka um 50 milljón boila af caffeinlausu kaffi á dag í 70 ár. En fyrirtækið hræddist við- brögð skelfdra neytenda og skipti um upplausnarefni. Örlög efnisins diethylstilbestrol (DES) í matvælaframleiðslu eru einn- ig einkennandi fyrir ástandið í þessum efnum. Árið 1975 samþykkti Öldungadeiid bandaríska þjóðþings- ins, í annað skipti, að banna notkun efnis þessa sem vaxtarhvata fyrir nautgripi. Fyrir nokkrum árum mæltu iæknar með talsvert stórum skömmtum af DES til þess að hindra fósturlát meðal þungaðra kvenna. Nokkrum árum síðar kom það fram, að minnst 125 dætur kvenna, sem notað höfðu efni þetta, höfðu fengið krabbamein í ieggöng eða legháls. DES er þanngi grunað um að valda krabbameini 1 mönnum. Nautgripa- ræktendur eða framleiðendur naut- gripafóðurs nota DES aftur á móti á þann veg, að því er annað hvort blandað í fóðrið eða hylki með því er fest innan í eyra nautgripanna og þaðan síast það smám saman inn í blóðrás dýranna. Það verður aðeins örlítið eftir af efninu í kjötinu að slátrun lokinni. Það magn er svo lítið, að Thomas H. Jukes, lífefna- fræðingur við Kaliforníuháskóla í Berkely, hefur reiknað út, að slíkt valdi krabbameinshættu hjá færri en einni konu af öllum þeim konum, sem fæðast í Bandaríkjunum á 133 ára rímabili. (Þetta er minni krabba- meinshætta en konum stafar af kyn- vakaframleiðsiu síns eigin líkama (estrogen) eða siíkum efnum, sem 'fyrir finnast á eðlilegan hátt í hveiti- kjarna). Þessa áhætfu verður að vega og meta í hlutfalli við þá kosti, sem það hefur í för með sér að nota DES til framleiðslu nautakjöts á ofan- greindan hátt. Án notkunar DES eða annars slíks efnis dregur úr magni magurs kjöts í hlutfalli við fóðurgjöf, svo að nemur um 10% og slíkt mun auka verð nautakjöts um 10 dollara miðað við ársneyslu hverrar banda- rískrar fjölskyldu að meðaltali. Það mundi þurfa um 5 milljón tonn af maís til viðbótar árlega, til þess að viðhalda bandarískri nautakjötsfram- leiðslu í sama magni, ef hætt yrði við notkun DES eða annarra slíkra efna. UMDEILD LAGAGREIN Ríkisstjórnin hefur afskipti af notkun allra viðbótarefna í matvæli og yfir hverju slíku efni vofír bann hennar vegna Delaneylagagreinar- innar, sem er 47 orð að lengd og er hluti af breytingu á lögum um viðbótarefni matvæla, sem samþykkt var sem lög frá þjóðþinginu árið 1958. Hún dregur nafn af höfundi sínum, James J. Delaney, fulitrúa- deildarþingmanni frá New York- borg. Nú er þetta ein umdeildasta lagagrein Bandaríkjanna. Hún hljóð- ar svo: ,,Ekkert viðbótarefni skai skoðast öruggt, ef það reynist inni- halda krabbameinsörvandi efni, þeg-
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Úrval

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.