Úrval - 01.10.1976, Síða 15
NOTKUN VIÐBÖTAREFNA 1MATVÆLAFRAMLEIÐSLU
13
bjargað mörg þúsund fleiri manns-
lífurn en það hefur ógnað í sinni'
eðlilegu mynd I ríki Móður Náttúru,
í hinni eitruðu jurt „Refahanska”.
Náttúrleg eiturefni hafa alltaf
verið fyrir hendi í fæðu okkar, einnig
í vatninu, loftinu og líkamsvefjum
okkar. Cyanidefinnstí apríkósusultu,.
arsenik í rækjum og methylalkóhól í
léttum vínum. En magn þessara eit-
urefna í þessum fæðutegundum
er svo örlítið, að það var ekki mæl-
anlegt fyrr en nýlega, eftir að ný
mælitæki komu fram. Þegar De-
laney-lagagreinin var samþykkt, voru
50 hlutar af milljón álitnir jafngilda
núlli. Svo tókst vísindamönnunum
að mæla í hlutum úr milljarði
(þúsund milljónum). (Einn hluti úr
milljarði jafngildir einum þumlungi
af samtals 16.000 mílum eða einni
mínútu af samtals 2.000 árum).
Nú geta vísindamenn mælt í hlutum
úr billjónum (milljón milljónum).
Þvr miður hefur ekki orðið sambæri-
leg aukning á hæfni okkar til þess að
ákvarða hvaða lágmark eiturefnis
(eða viðbótarefnis í matvæli) gerir
efnið hættulegt mönnum.
Það er jafnvei til hættulaus
skammtur af hinum eitruðustu kem-
isku efnum að áliti eiturfræðinga,
lágmarksskammtur, sem hefur engin
hættuleg áhrif á mannslíkamann,
vegna þess að hann einangrar það,
losar sig við það sem úrgangsefni
eða ■ breytir því 1 eiturlaust efni.
Eituráhrif þess koma ekki fram, fyrr
en magnið verður ofviða varnarmætti
líkamans. En þá kemur fram sú
spurning, hvort hugsanlegt sé, að
eiturefnið safnist fyrir í líkamanum
og geti þannig smám saman orðið
hættulegt vegna áframhaldandi
neyslu. Viss kemisk efni geymast
óbreytt í iíkamanum og geta orðið
hættuleg á þann hátt. Einnig verður
að hafa það í huga, að vegna nokkurs
persónulegs mismunar á efnaskiptum
í líkömum manna og dýra getur hið
kemiska efni haft eituráhrif á manns-
líkamann enda þótt það hafi þau
ekki á líkama tilraunadýra — eða
kannski öfugt.
Þegar kemur að þeim spurning-
um hvernig túlka skuli Delaney-
lagagreinina með hliðsjón af þeim,
fer allt í vonlausa flækju.
Tilraunir eru venjulega gerðar á
dýrum til þess að ákvarða, hvort efni
er krabbameinsvaldandi eða ekki. En
skammtarnir, sem gefnir eru í slíkum
tilraunum, eru svo stórir, að sumir
sérfræðingar efast um, að niðurstöð-
urnar eigi í rauninni við fólk. Þeir
halda því fram, að þar gildi hið sama
og hvað eiturefni snertir; að það sé
einnig um að ræða lágmark, hvað hin
öílugustu krabbameinsvaldandi efni
snertir, og sé ekki farið upp fyrir það
mark, sé notkun þeirra alveg hættu-
laus. Aðrir sérfræðingar halda því
fram, að jafnvel hið minnsta magn
hafi sín áhrif og að jafnvel öriítið
magn geti reynst banvænt fyrir þá
persónu, sem sé sérstaklega móttæki-
leg fyrir slík áhrif.
„Kannski er um að ræða hættu-