Úrval - 01.10.1976, Side 16
14
URVAL
laust lágmark krabbameinsvaldandi
efna, þannig að sé þess gsett að fara
ekki upp fyrir það, sé jafnframt engin
hætta á krabbameini,” segir lífefna-
fræðingurinn John Cooper við
Krabbameinsstofnun Bandaríkjanna.
,,En ég veit ekki, hvernig ákvarða
skal slíkt lágmark, því að einstakl-
ingsbundinn mismunur er svo mikill
á milli ungbarna, ófrískra kvenna,
veiklaðra og sjúkra, aldraðra
karlmanna og hrausts æskufólks.”
ÓRAUNHÆFT MARKMIÐ.
Þannig er ekkert lát á deilum um
þessi efni, því að Delaney-lagagrein-
in kann að miða að markmiði, sem er
ekki hægt að ná, sem er algert öryggi.
„Ekkert getur verið algerlega laust
við áhættu,” segir William W.
Lowrance, lífefnafræðingur við Har-
vardháskólann, höfundur bókarinnar
, ,Réttlætanleg áhætta: Hvað er
öruggt og hvernig má ákvarða það?”
(Acceptable Risk: Science and the
Determination af Safety). „Manni
getur ekki dottið neitt það í hug,
sem getur ekki verið skaðlegt við
vissar aðstæður. ”
Ætti Delaney-lagagreinin þannig
að vera áfram í gildi í breyttu formi
eða ætti að afnema hana? Margir
sérfræðingar halda því fram, að yrði
hún afnumin, mundi almenningur
njóta alveg jafnmikillar verndar og
áður vegna annarra laga, sem í gildi
eru, einkum viðauka við frá 1958 við
lög um viðbótarefni í matvæli, en þar
er um að ræða viðauka við eldri
matvæla-, lyfja- og snyrtivaralaga-
bálk. Nokkrar tilraunir hafa verið
gerðar til þess að knýja fram breyt-
ingar á Delaney-lagagreininni, en
þær hafa ekki náð fram að ganga.
Allt, sem snertir krabbamein, er
mikið tilfínningamál meðal almenn-
ings, og því hefur Delaney-lagagrein-
in orðið eins konar „heilög kýr”.
Markmið hennar virðist byggt á
tálvon, sem ekki er hægt að ná. Laga-
grein þessi gerir ósanngjarnar kröfur
um öryggi í notkun viðbótarefna,
öryggi, sem við krefíumst ekki, hvað
snertir nein önnur matvæli, vinnslu-
aðferðir eða þjónustu.
Vissulega verður að vernda al-
menning. En það ætti að breyta
Delaney-lagagreininni í þeim mæli,
að hún endurspeglaði vísindalega
þekkingu og getu eins og hún er
orðin á því herrans ári 1976. í nýrri
mynd gæti lagagrein þessi krafíst
þess, að hvert viðbótarefni yrði rann-
sakað og prófað út af fyrir sig, þannig
að kostir þess yrðu vegnir og metnir
með hliðsjón af hugsanlegri áhættu.
Hún gæti mælt fyrir um samanburð
á tilbúnum matvælaviðbótarefnum
og náttúrlegum efnum, sem inni-
halda jafnmikið eiturmagn, og
þannig væri hægt að mynda ákvörð-
unarmælikvarðá, sem grundvallaðist
á mælikvarða sjálfrar Móður Náttúru.
Þá yrði okkur kannski fært að tryggja
öryggi á sanngjörnum og rökréttum
grundvelli.