Úrval - 01.10.1976, Page 20
18
OÉVAL
hann ætlaði sér. 80% af líkamsþunga
hans hallast nú fram á við. Konan
sparkar svo snöggt í vissan vöðva á
ökkla hans, og þá missir hann
jafnvægið. Aðdráttarafl jarðar gerir
það að verkum, að hann missir
fótanna. Vilji hún halda honum
niðri, getur hún beitt „hnrfshögg-
inu”, lamið með handarjaðrinum á
vissan stað á hálsi hans, en við það
stöðvast blóðrennslið til höfuðs hans
sem snöggvast þannig að hann verður
magnlaus um sinn.
Það eru yfir 40 slíkir viðkvæmir
blettir á mannslíkamanum. Ef konan
hittir til dæmis vissa vöðva, missir
maðurinn stjórn á útlimum sínum í
nokkrar sekúndur. Hitti hún á vissar
taugar, lamast hann sem snöggvast.
Hver sá sem hefur orðið að þola
sársaukann, sem fylgir því að reka
„vitlausa beinið” á olnboganum
illilega í eitthvað, veit, hvernig áhrif
slíkra karatehögga eru. Árásarsegg,
sem fékk slíka karateútreið, varð aði
orði: „Þetta er ekki sjálfsvörn. Þetta
er árás úr fyrirsáti.”
Til þess að öðlast leikni í karate
þarf langan undirbúning og þjálfun,
sem tekur til alis líkamans, S. Henry
Cho, formaður Sameinuðu karate-
samtakanna, sem er handhafi svarta
beltisins, kennir daglega á námskeið-
um í skóla sínum í New Yorkborg. Á
fyrstu þrem mánuðum námskeiðsins
teygja hinir stynjandi byrjendur hans
sig og sveigja, húka á hækjum, setjast
upp, dansa á tánum, hoppa og
stökkva og læra nokkrar undirstöðu-
aðferðirí karate. Sumir nemendurnir
verða að leggja harta að sér til þess að
geta sparkað allt upp í mittishæð. En
áður en yfir lýkur, verða þeir að geta
sparkað alla leið upp að höku
andstæðingsins. Og þeir verða um
síðir einnig að geta sparkað eins hátt
aftur fyrir sig.
Andleg þjálfun, sem fer fram
samhliða hinni líkamlegu þjálfun, er
ekki síður erfið á öllum þeim
námskeiðum, þar sem hin austur-
lenska heimspeki hernaðarlistarinnar
er í heiðri höfð, en samkvæmt henni
er lögð höfuðáhersla á, að þessar
bardagaaðgerðir megi eingöngu nota
í sjálfsvörn. Byrjandi verður að eyða
10 mínútum daglega á hnjánum í
hugleiðslu, sem miðar að því að
hreinsa hugann. í Kung-Fu Wu-Su
(sjálfsvarnar og aga)-musterinu í
Newark í New Jerseyfylki hættir
þriðji hver nemandi, sem bíður með
óþreyju eftir að mega berja einhvern.
Honum líst ekki á blikuna, og hann
hættir strax eftir að hafa horft á hóp
þeirra, sem lengra em komnir:
næstum þriðjungi æfingartímans er
eytt í hugleiðslu, sem einkennist af
algem hreyflngarleysi.
Það tekur allt að 8 mánuði að læra
karatetæknina og þrjú ár til þess að
skara fram úr. Þeir tiltölulega fáu
áflogafantar, sem hefja nám í karate,
hafa yfirleitt ekki til að bera þann
sjálfsaga, sem þarf til þess að halda
náminu áfram. Sérfræðingar halda
því fram, að halda slíkir menn samt
áfram karatenámi, losni þeir við