Úrval - 01.10.1976, Qupperneq 27
HVERNIG Á AÐ LÁTA HANN FINNA ÁSTINA
25
ekki til neinnar ánægju. Þessvegna
höfum við garðyrkjumann núna. Það
er lúxus, en það var af ást til mín,
sem konan mín stakk upp á þessu:
„Harry, þú þarft ekki að slá gras-
flötina oftar. ”
Ég er ekki laginn að dunda í
húsinu. Það er í húsreglunum að
konan mín hengi upp myndirnar, svo
eitthvað sé nefnt. En í þau fáu skipti,
sem éggeri eitthvað, sem tekst, liggur
hún ekki á hrósinu. „Ástin mín, þú
tókst bara naglann, miðaðir með
hamrinum og rakst naglann beina leið
inn í vegginn. Stórkostlegt!” Gagn-
sætt? Ofmælt? Kannske, en ég elska
það.
Það eru líka til hlutir, sem ég er
góður í, til dæmis er ég ágætur
samningamaður, þegar viðskipti eru
annars vegar. Ég veit það; og konan
mín veit það. Og það besta við það er
aB hún lætur mig vita af því að hún
veit það. Þessi hæflleiki er ekki
tekinn eins og sjálfsagður — og
þessvegna fínnst mér ég vera elsk-
aður.
Þetta eru góðu stundirnar. En hvað
um erfíðu tímana? Jim, 34 ára gamall
rafeindaverkfræðingur hefur verið frá
vinnu í sjö mánuði. Það er vafamál
hvort hann getur haldið áfram í sínu
fagi.
„Konan mín vinnur úti og ég er
heima með börnin,” sagði hann við
mig. „En hún meðhöndlar mig ekki
eins og ósjálfbjarga; hún virðir sjálfs-
virðingu mína. Þetta eru tímamót
fyrir okkur, en hún er róleg og segir
að ég skuli gefa mér tíma til að gera
upp við mig, hvað ég eigi að gera.
Það er það allra besta, sem hún gat
gefíð mér núna — stuðning sinn.”
Stuðning. Ekki gömlu klisjuna
allt - sem - þessi - elska - gerir - er -
rétt, heldur umhyggju.
Maður nokkur sagði við mig:
„Smá snerting, augnatillit, og bros,
segja mikið. Nokkuð sem segir mér
að ég sé ekki einn.” Annar eigin-
maður sagði: „Ég vil ekki láta líta á
mig sem sjálfsagðan hlut, eins og
skepnu sem er til þess eins að vinna
og halda fíölskyldunni gangandi.”
Og niðurstaðan verður þessi: Það
sem kemur karlmanni til að fínnast
að hann sé elskaður er það sama og
það sem kemur konu til að fínnast
hún sé elskuð. Við höfum heyrt
margt um það hve konur og karl-
menn, séu ólík. En í málefnum
hjartans erum við öll eins.
★
Tveir eldri menn voru að spjalla um gamla daga.
„Flestir vinir okkar eru nú látnir, en ég sakna Franks mest af þeim
öllum,” sagði annar þeirra.
„Af hverju Franks?” spurði vinurinn.
„Af því að ég giftist ekkjunni hans,” svaraði sá fyrri.