Úrval - 01.10.1976, Blaðsíða 29
TÍMI TIL AD KAUPA HEST
27
dag, eftir venjulegan vinnutíma, á
litlu býli sem við áttum í útjaðri
bæjarins.
,,Hve mikið hefurðu iagt til hliðar
í þessum tilgangi?” spurði pabbi.
,,Næstum 200 dollara” sagði ég
hreykinn.
,,Ég skal segja þér nokkuð,” sagði
hann. ,,Ég veit um býli hérna
norðurfrá, þar sem þúið er með
hesta. Við skulum fara þangað í
næstu viku. Þú skalt kaupa hryssu, og
við förum með hana á býlið okkar.
Þú sérð um hana, fóðrar hana og
selur folaldið. Ef þú hefur sama
áhuga á þessu eftir eitt til tvö ár, er
allt í lagi. En þangað til heldurðu
náminu áfram.
Hrossakaupaferðalagið hljómaði
alls ekki illa, og tilboð pabba var
sanngjarnt eins og hans var von og
vísa. Ég gekk að þessu.
Dagurinn kom. Við lögðum
smemma upp og höfðum þurrar
slétturnar að baki fyrir sólarupprás.
Um morgunverðarleytið vorum við
komnir upp í New Mexico fjöllin.
Um kvöldið komum við að búgarði
Miguels Hernández. Pabbi hafði
þekkt Hernández í mörg ár og þar var
tekið vel á móti okkur.
Búgarðurinn var nákvæmlega eins
og ég hafði hugsað mér minn eigin.
Þarna voru lágar, langar byggingar úr
sólþurrkuðum steini með stórri ver-
önd meðfram endilangri framhlið-
inni. Fyrir aftan húsin var þéttur
furuskógur sem óx uppeftir fjallshlíð-
inni og þar fyrir ofan risu fjallatind-
arnir með snjóhúfur sínar. í kringum
þessar byggingar voru veðurbarðar
hlöður og vélageymslur.
„Stundum er erfítt að skilja herra
Hernández,” sagði ég við pabba eftir
kvöldverðinn. , .Enskan hans er svo
skrýtin.”
,,Þú verður að fylgjast vel með,”
svaraði pabbi. ,,Eða læra spönsku.”
Um klukkan níu næsta morgun
fóru hrossakaupmenn að koma. Það
var sérstaklega einn, sem vakti
athygli mína. Hann var lágvaxinn,
vel klæddur og virtist líta á sjálfan sig
sem mikilvæga persónu.
Þegar flokkur hesta hafði verið
rekin í réttina, þar sem þeir voru
seldir, gekk pabbi með mig dálítið
afsíðis. „Vertu nú með augun
opin,” áminnti hann mig. ,,Ekki
taka neinar skyndiákvarðanir. Athug-
aðu vel það sem úr er að velja.”
Ég kinkaði kolli og hlustaði með
öðru eyranu, því 12 eða 14 hestar
voru á leiðinni í réttina. Þetta voru
fallegar skepnur, þó einkum ein
hryssa jörp að lit. Hún var hnarreist
en það var eitthvað að göngulaginu.
Ég ætlaði að fara að stinga upp á
henni við pabba, þegar ég heyrði litla
manninn mikilvæga hrópa: ,,Hve
mikið viltu fá fyrir jörpu hryssuna?”
Hr. Hernández hikaði. Hann virt-
ist tvíátta. „Við skulum segja 75
dollara, sagði hann svo og yppti
öxlum. ,,En hún... hún er ekki alltaf
eins og hún ætti að vera.”
Hún lítur vel út í mínum augum, ’ ’
sagði litli maðurinn.