Úrval - 01.10.1976, Side 46
44
ÚRVAL
Hingað til hafa stærstu og áköfustu
kaupendur ,,Landsat”-upplýsinga
verið olxu- og námufélögin, en
jarðfræðingar þeirra hafa nú um hríð
getað fundið vísbendingar um líklega
olíu- og málmamyndun á svæðum,
þar sem þeir bjuggust alls ekki við, að
slíkt væri að flnna. Og þetta hefur
þeim tekist án þess svo mikið sem að
yfirgefa skrifborð sín. Geimmynd-
irnar greina frá jarðfræðilegum stað-
reyndum í hinum minnstu smáatrið-
um, sprungum, jarðsigi og öðrum
yfirborðseinkennum, þar sem málm-
ar og olía kunna að finnast, og
grunnum dældum, fornum kóralrif-
um og kletta- og salthrúgöldum, en í
jarðlögum þeirra má oft flnna olíu
eða jarðgas. Jarðfræðingar gerðu eina
slíka allsherjarprófun á gildi ,,Land-
sat”-táknmynda, og þannig tókst
þeim að staðfesta tilvem 17 af 19
málmtegundum, sem vitað var um,
að fyrir vom á svæðinu, sem um var
að ræða, og þar að auki hafa þeir
fundið nokkur viðbótarsvæði á hinu
fræga Goldfield-námasvæði í Nev-
adafylki, þar sem málma kann að
vera að finna. Þeir hafa einnig fundið
vísbendingar um, að ný verðmæt
koparsvæði kunni að vera í Pakistan,
eitt í Bolivíu og svæði með blýi og
zinki í Tennesseefylki. Eftir að hafa
rannsakað nákvæmlega „Landsat”-
mynd af svæði einu í norðurhluta
Alaskafylkis nálægt Pmdhoeflóa,
hefur William A. Fisher hjá Land-
mælingastofnun Bandaríkjanna tekið
eftir einkennilegu mynstri lítilla
stöðuvatna, sem virðast liggja ofan á
sporöskjulöguðu mynstri, og kann
þar að vera um að ræða eitt stærsta
olíusvæði í Bandaríkjunum.
,, Landsat ’ ’ -gervihnettir em nú
orðnir þýðingarmikið tæki í fersk-
vatnsleit þeirri, sem nú fer fram um
gervalla veröldina. Þegar borað var á
einu slíku svæði, sem gervihnöttur
hafði komið auga á í norðurhluta
Arizonafylkis, streymdi vatnið fram,
og var þar um að ræða mikla búbót
fyrir nautgripabændur í nágrenninu,
sem höfðu orðið að flytja þennan
dýrmæta vökva 80 km leið handa
nautgripum sínum. „Landsat”-
myndir hafa einnig uppgötvað forna
árfarvegi, þar sem vatn rennur enn
undir yfirborðinu, eyðimerkurvinjar,
þar sem vatn streymir upp úr
neðanjarðarlindum, og líklega vatns-
bomnarstaði í Kenya, sem hefði
kannske tekið mörg ár að finna með
hjálp venjulegra jarðvatnsleitar-
aðferða.
Árið 1975 varð meiri háttar flóð í
Mississippifljóti. , ,Landsat’ ’ -gervi-
hnettir veittu upplýsingar, sem
hjálpuðu til þess að ákvarða nákvæm-
lega, yfir hvaða landskika hafði flætt
í hverju fylki, hverjum fylki, hverjum
hreppi og hverri sókn. Þannig var
yfirvöldum á hverjum stað gert fært
að senda hjálpargögn og björgunar-
flokka á vettvang í flýti á hverjum
stað eftir þörfum, einnig að meta
uppskem- og búfjátjón og að gera sér
grein fyrir því, hver þörfin yrði fyrir
fjárhagsaðstoð úr hjálparsjóðum rík-