Úrval - 01.10.1976, Page 50
48
Connecticutfylki, fyrir tíu árum,
þegar hann hafði mikla þörf fyrir
vatn á búgarðinum sínum og fór að
leita að því upp á eigin spýtur.
Baum hafði sjálfur verið vantrúaður
á slíkar vatnsleitaraðferðir, en hann
skipti um skoðun árið 1950, þegar
hann lét til leiðast að slást í för með
vini sínum, sem fór í slíkan vatns-
leitarleiðangur. Og það leið ekki á
löngu þangað til fólk var farið að
kalla hann vatnsleitarmann
eða jafnvel vatnsgaldramann eða
vatnsvitring. Og síðan hefur hann
fundið um 25 vatnsuppsprettur fyrir
ýmsa og jafnvel skrifað bók um þetta
efni (,,The Beginner’s Handbook
ofDowsing” útg. Crown).
Þess konar eðlislægur hæfileiki til
þess að finna vatn hefur töfrað mann-
kynið öldum saman. Sagt er, að Sir
Isaac Newton hafi reynt slíkar vatns-
leitaraðferðir og haft mikinn áhuga á
þeim, þótt hann hafi ekki getað
fundið viðhlítandi skýringu. Einnig
er sagt, að Thomas Edison hafi skýrt
þetta með því, að hér væri um áhrif
rafmagns að ræða, en Albert Ein-
stein áleit, að skýringarinnar væri að
leita á sviði rafsegulmagnsins. Hið
bandaríska félag vatnsleitarmanna
giskar á, að uppsprettur næstum
250.000 brunna, sem grafnir hafa
verið á Atlantshafsströnd Banda-
ríkjanna frá því á nýlendutímunum,
hafi einmitt fundist á þennan hátt.
Núna leggja um 25.000 manna í
Bandaríkjunum smnd á þessa dular-
fullu list, en milljónir í viðbót búa
ORVAL
yfir þessum hæfileika til þess að finna
vatn.
Slíkar vatnsleitaraðferðir teljast til
þeirra fyrirbrigða, sem erfltt virðist
að henda reiður á og menn verða
seint ásáttir um, þar eð sumir álíta,
að þar sé um staðreyndir að ræða,
en aðrir, að þetta sé einber heila-
spuni. Þeir vantrúuðu henda gys að
þessu, og segja, að þetta sé órökrétt,
fáránlegt og óhugsanlegt í vísindaleg-
um skilningi. (Vatnsleitarmennirnir
með forkinn benda á hinn bóginn á,
að hunangsflugur geti ekki flogið
samkvæmt lögmálum flugeðlisfræð-
innar). Jarðfræðingar halda því fram,
að víða sé hægt að finna vatn, hvar
sem grafið er. En þá spyrja þessir
vatnsleitarmenn, hvers vegna þeir
geti sjálfir oft fundið vatn þar sem
þjálfaðir jarðfræðingar hafa gefist
upp.
Sem dæmi mætti nefna New
Sharon í Mainefylki, lítinn bæ, þar
sem svo mikill vatnsskortur ríkti
þangað til í fyrrasumar, að bæjar-
búar máttu ekki baða sig nema einu
sinni í viku, Á fimm árum hafði
bæjarfélagið fengið 180.000 dollara
ríkislán til jarðfræðilegra athugana
og vatnsleitar og eytt því öllu án
árangurs. Grafnir höfðu verið margir
djúpir bmnnar, en ekkert vatn
fundist. Bæjarembættismenn gripu
þá að síðustu til þess ráðs að ráða
vatnsleitarmann af ,,trjágreinaskól-
anum” til vatnsleitar fyrir 500
dollara þóknun. Og með hjálp grein-
arinnar sinnar benti hann fljótlega á