Úrval - 01.10.1976, Síða 59

Úrval - 01.10.1976, Síða 59
HINN ÖGLEYMANLEGl RICHARD TUCKER 57 styggilegir. En þannig var því ekki farið með Tucker. Hann var alveg sérstaklega umhyggjusamur um ann- arra hag. Þeir, sem höfðu orðið undir í lífsbaráttunni, vissu, að hann var alltaf reiðubúinn að rétta öðrum hjálparhönd. Hann lagði næstum hverja þrekraun á sig til þess að komast hjá því að valda áheyrendum vonbrigðum. Eitt sinn átti hann að koma fram í New Orleans, en þegar hann ætlaði að fara að leggja af stað frá New York komst hann að því, að ekki yrði flogið vegna hvassviðris. Hann hélt kyrru fyrir í flughöfninni í Newark í 36 tíma samfleytt í þeirri von, að veðrinu slotaði. Svo tók hann loks járnbrautarlest til Cincinnati, og þaðan tók hann aðra lest og komst með henni til New Orleans, einni klukkustund áður en óperusýningin skyldi hefjast. Hann var örmagna, en samt söng hann lýtalaust. Hann var ætíð önnum kafinn, enda varð hann að halda á spöðunum til þess að syngja fyrir rúma 250.000 dollara á ári. En samt gat hann ekki neitað, þegar hann var beðinn að syngjaí góðgerðarskyni. Þetta viðhorf hans var sannarlega aðdáunarvert, en vandinn var bara sá, að stundum gleymdi hann því, að hann var búinn að lofa sér áður og samþykkti að syngja ókeypis á kvöldum, sem voru þegar frátekin fyrir söng gegn greiðslu á öðmm stöðum. Árið 1972 mætti hann ekki til þess að syngja á glæsilegri söngskemmtun í Holly- wood Bowl fyrir 16.000 aðdáendur, sem keypt höfðu miða að þeim hljómleikum. Hann hafði alveg gleymt þcim, en söng þess í stað ókeypis í Israel þetta sama kvöld! TVÖ „KRAFTAVERK”. Richard trúði á bandaríska kerfið og fór ekki dult með það. „Sjáið bara hvað það gerði fyrir mig!” sagði hann oft. Skírnarnafn hans var Reuben Tucker og hann fæddist í gyðingahverfi í Brooklyn í New Yorkborg. Hann var fímmta og síðasta barn rúmenskra innflytjenda. Tuckerfjölskyldan hafði ekki efni á því að eignast útvarp, hvað þá að greiða fyrir tíma í hljóðfæraleik eða söng. Ruby, en svo var Reuben kallaður, hætti námi í gagnfræða- skóla og gerðist sendill í Wall Street til þess að hjálpa til að fæða fjölskylduna. Tucker sagði oft, að tvö „krafta- verk” hefðu gerst, sem hefðu ger- breytt lífi hans. Þegar hann var sex ára, fluttist fjölskyldan til Lower East Side á Manhattaneyju, og þar gerðist það að nágranni sem heyrði Ruby syngja á götunni, stakk upp á því við foreldra hans, að þeir fæm með hann til Samuels Weisers, forsöngvara í bænahúsi gyðinga í Allenstræti. Weiser tók strax til að þjálfa dreng- inn sem einsöngvara, og þannig fékk hann ókeypis söngkennslu! Hitt kraftaverkið gerðist, þegar Ruby var tvítugur. Hann vann þá sem sölumaður og seldi silkifóður fyrir loðkápur og hafði 25 dollara
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132

x

Úrval

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.