Úrval - 01.10.1976, Side 60

Úrval - 01.10.1976, Side 60
58 URVAL laun á viku. Hann söng einnig í veislum og tók þá 5 dollara fyrir í hvert skipti. Hann var einnig að læra að verða forsöngvari í bænahúsi. Þá hitti hann Söru Perelmuth, 19 ára dóttur veitingamanns (og systur tenórsins og óperusöngvarans Jans Peerce). Þetta var næstum því ást við fyrstu sýn. Skömmu eftir giftingu þeirra í febrúar árið 1936 fór Sara með mann sinn á fyrstu óperu- sýningu hans og breytti þannig starfs- ferli hans algerlega. Ruby var sem ölvaður af hinni dýrlegu tónlist og sagði: ,,Þetta er einmitt fyrir mig!” Þau spöruðu og nurluðu, svo að hann gæti farið í söngtíma á kvöldin, og sex árum síðar tók hann sér lista- mannsnafnið Richard Tucker og tók þátt í útvarpssöngkeppni Metropolit- anóperunnar, en það er árleg keppni óperunnar í þeim tilgangi að upp- götva nýtt hæfileikafólk. Hann lagði sig allan fram í söng sínum, en samt vann hann ekki. Ósigurinn og eftir- leikur háns veittu honum haldbestu rökin, þegar hann hvatti síðar unga söngvara, sem voru að reyna að hasla sér völl. ,,Látið ósigur aldrei yfir- buga ykkur, ef þið hafið gert ykkar besta,” sagði hann jafnan. ,,Ef þið haldið áfram að reyna, mun einhver taka eftir ykkur.” Edward Johnson, sem var þá fram- kvæmdastjóri Metropolitanóperunn- ar, minntist sérstakrar viðleitni Rich- ards í keppninni svo vel, að tveim árum síðar, þegar hann þurfti skyndi- lega á tenórsöngvara að halda, leitaði hann Tucker uppi, en þá var hann orðinn forsöngvari við Gyðingamið- stöðina í Brooklyn. Því fór það svo, að 25. janúar árið 1945 kom Tucker fyrst fram í Metropolitanóperunni í La Gioconda eftir Ponchielli. Að rúmri klukkustundu liðinni var hann kallaður fram 16 sinnum og var nú qrðinn stórfrægur söngvari. HANN VANN STÖÐUGT OG MARKVISST AÐ AUKNUM ÞROSKA SÍNUM. Richard varð einn fyrsti söngvarinn til þess að sanna, að söngvari þyrfti ekki að hafa hlotið menntun í Evrópu til þess að verða alþjóðleg óperu- stjarna. Hópur uppskafninga við Metropolitanóperuna gerði alltaf gys að honum, vegna þess að hann var ,,of amerískur” að hans mati. Þessi hópur benti á, að hann væri þrekinn og talsvert of þungur (en það var Caruso auðvitað líka), að hann losnaði aldrei við Brooklynmálhreim- inn og að hann misþyrmdi stundum málinu, sem hann söng á. Sumir álitu einnig, að leik hans væri tals- vert ábótavant. Þegar ég varð var við síðastnefndu gagnrýnina, langaði mig til þess að hrópa: ,Jafnvel þótt svo kynni að vera, skytuð þið samt yfir markið! Tucker er mikill söngvari — og aðalinntak óperunnar er söngurinn.” Tucker fórnaði miklu tii verndun- ar rödd sinni. Hann eyddi öllu síð- deginu í kvikmyndahúsi þá daga er hann átti að syngja, svo að hann
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Úrval

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.