Úrval - 01.10.1976, Page 60
58
URVAL
laun á viku. Hann söng einnig í
veislum og tók þá 5 dollara fyrir í
hvert skipti. Hann var einnig að læra
að verða forsöngvari í bænahúsi.
Þá hitti hann Söru Perelmuth, 19
ára dóttur veitingamanns (og systur
tenórsins og óperusöngvarans Jans
Peerce). Þetta var næstum því ást við
fyrstu sýn. Skömmu eftir giftingu
þeirra í febrúar árið 1936 fór Sara
með mann sinn á fyrstu óperu-
sýningu hans og breytti þannig starfs-
ferli hans algerlega. Ruby var sem
ölvaður af hinni dýrlegu tónlist og
sagði: ,,Þetta er einmitt fyrir mig!”
Þau spöruðu og nurluðu, svo að
hann gæti farið í söngtíma á kvöldin,
og sex árum síðar tók hann sér lista-
mannsnafnið Richard Tucker og tók
þátt í útvarpssöngkeppni Metropolit-
anóperunnar, en það er árleg keppni
óperunnar í þeim tilgangi að upp-
götva nýtt hæfileikafólk. Hann lagði
sig allan fram í söng sínum, en samt
vann hann ekki. Ósigurinn og eftir-
leikur háns veittu honum haldbestu
rökin, þegar hann hvatti síðar unga
söngvara, sem voru að reyna að hasla
sér völl. ,,Látið ósigur aldrei yfir-
buga ykkur, ef þið hafið gert ykkar
besta,” sagði hann jafnan. ,,Ef þið
haldið áfram að reyna, mun einhver
taka eftir ykkur.”
Edward Johnson, sem var þá fram-
kvæmdastjóri Metropolitanóperunn-
ar, minntist sérstakrar viðleitni Rich-
ards í keppninni svo vel, að tveim
árum síðar, þegar hann þurfti skyndi-
lega á tenórsöngvara að halda, leitaði
hann Tucker uppi, en þá var hann
orðinn forsöngvari við Gyðingamið-
stöðina í Brooklyn. Því fór það svo,
að 25. janúar árið 1945 kom Tucker
fyrst fram í Metropolitanóperunni í
La Gioconda eftir Ponchielli. Að
rúmri klukkustundu liðinni var hann
kallaður fram 16 sinnum og var nú
qrðinn stórfrægur söngvari.
HANN VANN STÖÐUGT OG
MARKVISST AÐ AUKNUM
ÞROSKA SÍNUM.
Richard varð einn fyrsti söngvarinn
til þess að sanna, að söngvari þyrfti
ekki að hafa hlotið menntun í Evrópu
til þess að verða alþjóðleg óperu-
stjarna. Hópur uppskafninga við
Metropolitanóperuna gerði alltaf gys
að honum, vegna þess að hann var
,,of amerískur” að hans mati. Þessi
hópur benti á, að hann væri þrekinn
og talsvert of þungur (en það var
Caruso auðvitað líka), að hann
losnaði aldrei við Brooklynmálhreim-
inn og að hann misþyrmdi stundum
málinu, sem hann söng á. Sumir
álitu einnig, að leik hans væri tals-
vert ábótavant. Þegar ég varð var við
síðastnefndu gagnrýnina, langaði
mig til þess að hrópa: ,Jafnvel þótt
svo kynni að vera, skytuð þið samt
yfir markið! Tucker er mikill söngvari
— og aðalinntak óperunnar er
söngurinn.”
Tucker fórnaði miklu tii verndun-
ar rödd sinni. Hann eyddi öllu síð-
deginu í kvikmyndahúsi þá daga er
hann átti að syngja, svo að hann