Úrval - 01.10.1976, Page 63
HINN OGLEYMANLEGIRICHARD TUCKER
61
söngvari og nokkru sinni fyrr á þeim
aldri, þegar flestir söngvarar hafa
algerlega gefist upp. „Maður heldur
sér ungum með því að læra og gera
eitthvað nýtt,” sagði hann. Hann
hélt áfram að læra tvö algerlega ný
óperuhlutverk á hverju ári, og árið
1973, en þá var hann sextugur, vann
hann mikinn sigur í nýju hlutverki
sem gamli gyðingurinn Eleazar í
„Gyðingakonunni” eftir Halévy 1
New Orleans og Lundúnum. Hann
hélt einnig áfram að miðla íbúum
afskekktra og lítt þekktra bæja í
Bandaríkjunum af auðævum sínum.
Hann spurði kannski: „Hvers vegna
syngja og leika bandarískir listamenn
ekki í Kalamazoo?”
Það vildi svo til, að við vomm
einmitt staddir í Kalamazoo daginn
sem hann dó. Þetta var síðdegis í
ömurlegum, grámyglulegum degi,
en okkur gekk prýðilega á æfíngunni.
Við lukum henni um klukkan 1 eftir
miðnætti, og ég sagði við hann: „Ég
ætla að leggja mig.”
„Ég líka eftir smástund,” sagði
Richard. „Ég er búinn að lofa að
hlusta á stúlku héðan úr bænum
syngja.”
Þetta var í síðasta sinn sem ég sá
hann á lífi. Hann lést úr snöggu
hjartaáfalli, meðan hann var að
skrifa meðmælabréf fyrir ungu söng-
konuna.
Kveðjuathöfnin fór fram á hinu
mikla rauða og gyllta leiksviði Metro-
politanópemnnar. Það var í fyrsta
skipti sem söngvari hlaut þar slíkan
heiður. Níu mánuðum síðar héldu
kaþólskir vinir hans minningarathöfn
um hann í St. Patreksdómkirkjunni
í New Yorkborg, og var það í fyrsta
skipti sem þar hafði verið haldin
minningarguðsþjónusta fyrir gyðing.
Nú vinna ættingjar hans og vinir
að því að skipuleggja Richard Tucker
tónlistarsjóðinn sem hefur það að
markmiði að hjálpa ungum söngvur-
um á framabrautinni. En Richard
þarfnast ekki varanlegra minnismerk-
is en þess sem hann tryggði sjálfum
sér, því að eftirfarandi orð úr gömlu
ljóði skosks skálds áttu vel við hann:
„Að lifa í hjörtum þeirra, sem við
skiljum hér eftir, er að deyja ekki.”
★
Það var einn þessara morgna þegar ég gat alls ekki vaknað. Konan
mín vildi að ég snérist smávegis fyrir hana og þegar ég sagði henni að
fyrst þyrfti ég að vakna, stakk hún upp á því að ég myndi vakna, þegar
ég kæmi út í bíl. ,,Nei,’ ’ sagði ég. ,,Ég er ekki nógu vel vakandi til að
aka.”
Þá greip táningurinn, sonur minn, með nýbakað ökuskírteinið sitt,
fram í fyrir okkur og sagði: „Láttu mig keyra, pabbi. Þá
glaðvaknarðu!”