Úrval - 01.10.1976, Page 90
88
ÚRVAL
ekki lengur. Eina vonin er að þú
hlustir á okkur. Ef þú rýkur út núna
er allt búið.” Og konan hélt áfram
að rifja upp liðin atvik af svipuðu
tagi; hún taiaði rólega og reiðilaust,
og fjögur börn hjónanna hlustuðu á.
Eiginmaðurinn sagði gremjulega:
„Það getur verið að ég hafi fengið
mér einum of mikið stöku sinnum —
en það er mikið álag á mér í
vinnunni. Er nauðsynlegt að æsa
börnin upp gegn mér?”
, ,Þeim kemur þetta mál líka við og
þau vilja tala við þig,” sagði konan
með festu.
Fjórtá ára gamall sonur, sem var
gráti næst, fór nú að segja frá sárri
reynslu sinni. „Pabbi, seinast þegar
við fórum að veiða varstu með flösku
og varst alltaf að drekka. Það munaði
engu að þú hvolfdir bátnum og við
vorum næstum búnir að rekast á aðra
báta. Þú varst alltaf að bölva fólkinu í
hinum bátunum. Svo- hélt ég að þú
mundir drepa okkur þegar þú keyrðir
heim í bílnum. Pabbi, ég vil aldrei
vera í bíl eða bát með þér þegar þú
ert drukkinn.”
Næst fóru dæturnar tvær, 9 og 11
ára, að lýsa vonbrigðunum, sem
drykkjuskapur föðurins hafði valdið
þeim, — svikin loforð, eyðilagðir
afmælisdagar og ósæmileg hegðun í
viðurvist vinstúlkna þeirra. Jafnvel
yngsti drengurinn, sem var sjö ára,
sagði: „Pabbi, mamma segir að þú
sért veikur, cn ef þú ferð á spítala,
getur þér batnað. Viltu fara? Gerðu
það.”
Maðurinn leit á konu sína með
tárin í augunum og kinkaði þögull
kolli. Hún var þegar búin að láta
niður í töskuna hans og spítalapláss
var tilbúið. Stórt skref hafði verið
stigið til að hjálpa einum drykkju-
sjúklingi til að öðlast bata.
Fjölskylda mannsins hafði æft sig í
margar vikur fyrir þessa úrslitastund.
Hún hafði verið vandlega undirbúin
af sérfræðingum við Johnsonstofnun-
ina í Minneapolis, en sú stofnun er
ekki rekin með fjárhagslegan hagnað
fyrir augum.
Það er algeng skoðun, að ekki sér
hægt að hjálpa drykkjusjúklingi, fyrr
en hann vilji það sjálfur og sé orðinn
uppgefinn á drykkjunni, en þá er það
oft of seint — heimilið er sundrað,
atvinnan töpuð og saklaust fólk hefur
látið lífið í slysum. En sérfræðingar
Johansonstofnunarinnar hafa sannað,
að í þúsundum tilfella hefur reynst
óþarft að bíða eftir að drykkjumaður-
inn verði svo aðframkominn, að hann
neyðist til að gera sér ljóst, að hann sé
sjúkur maður. í þess stað kenna þeir
fólkinu, sem er nákomið honum —
fjölskyldu, vinum og samverka-
mönnum — hvernig það eigi að
bregðast við til að fá drykkjumann-
inn til að gera sér grein fyrir
vandamálinu núna og leita sér
læknishjálpar strax.
Þett er engin töfraaðferð. Sjúkl-
ingurinn hefur ekki verið með
sjálfum sér í langan tíma, og ef
lækningin á að heppnast, verður
hann að fá sannar upplýsingar um