Úrval - 01.10.1976, Blaðsíða 90

Úrval - 01.10.1976, Blaðsíða 90
88 ÚRVAL ekki lengur. Eina vonin er að þú hlustir á okkur. Ef þú rýkur út núna er allt búið.” Og konan hélt áfram að rifja upp liðin atvik af svipuðu tagi; hún taiaði rólega og reiðilaust, og fjögur börn hjónanna hlustuðu á. Eiginmaðurinn sagði gremjulega: „Það getur verið að ég hafi fengið mér einum of mikið stöku sinnum — en það er mikið álag á mér í vinnunni. Er nauðsynlegt að æsa börnin upp gegn mér?” , ,Þeim kemur þetta mál líka við og þau vilja tala við þig,” sagði konan með festu. Fjórtá ára gamall sonur, sem var gráti næst, fór nú að segja frá sárri reynslu sinni. „Pabbi, seinast þegar við fórum að veiða varstu með flösku og varst alltaf að drekka. Það munaði engu að þú hvolfdir bátnum og við vorum næstum búnir að rekast á aðra báta. Þú varst alltaf að bölva fólkinu í hinum bátunum. Svo- hélt ég að þú mundir drepa okkur þegar þú keyrðir heim í bílnum. Pabbi, ég vil aldrei vera í bíl eða bát með þér þegar þú ert drukkinn.” Næst fóru dæturnar tvær, 9 og 11 ára, að lýsa vonbrigðunum, sem drykkjuskapur föðurins hafði valdið þeim, — svikin loforð, eyðilagðir afmælisdagar og ósæmileg hegðun í viðurvist vinstúlkna þeirra. Jafnvel yngsti drengurinn, sem var sjö ára, sagði: „Pabbi, mamma segir að þú sért veikur, cn ef þú ferð á spítala, getur þér batnað. Viltu fara? Gerðu það.” Maðurinn leit á konu sína með tárin í augunum og kinkaði þögull kolli. Hún var þegar búin að láta niður í töskuna hans og spítalapláss var tilbúið. Stórt skref hafði verið stigið til að hjálpa einum drykkju- sjúklingi til að öðlast bata. Fjölskylda mannsins hafði æft sig í margar vikur fyrir þessa úrslitastund. Hún hafði verið vandlega undirbúin af sérfræðingum við Johnsonstofnun- ina í Minneapolis, en sú stofnun er ekki rekin með fjárhagslegan hagnað fyrir augum. Það er algeng skoðun, að ekki sér hægt að hjálpa drykkjusjúklingi, fyrr en hann vilji það sjálfur og sé orðinn uppgefinn á drykkjunni, en þá er það oft of seint — heimilið er sundrað, atvinnan töpuð og saklaust fólk hefur látið lífið í slysum. En sérfræðingar Johansonstofnunarinnar hafa sannað, að í þúsundum tilfella hefur reynst óþarft að bíða eftir að drykkjumaður- inn verði svo aðframkominn, að hann neyðist til að gera sér ljóst, að hann sé sjúkur maður. í þess stað kenna þeir fólkinu, sem er nákomið honum — fjölskyldu, vinum og samverka- mönnum — hvernig það eigi að bregðast við til að fá drykkjumann- inn til að gera sér grein fyrir vandamálinu núna og leita sér læknishjálpar strax. Þett er engin töfraaðferð. Sjúkl- ingurinn hefur ekki verið með sjálfum sér í langan tíma, og ef lækningin á að heppnast, verður hann að fá sannar upplýsingar um
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Úrval

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.