Úrval - 01.10.1976, Síða 91

Úrval - 01.10.1976, Síða 91
NÝTTRÁD VIÐ DR YKKJUSÝKI 89 sjálfan sig, áþann hátt að hann geti veittþeim viðtöku — hlutlaust og án óvildar. Með þetta fyrir augum er væntanlegu aðstoðarfólki kennd nokkur grundvallaratriði. Drykkjusjúklingurinn drekkur ekki vegna þess að hann er viljalaus, siðspilltur eða hirðulaus um aðra. Hann drekkur af því að hann getur ekki hætt. Hann er haldinn lang- varandi og ólæknandi sjúkdómi. Hvað sem það nú var, sem olli því, að hann byrjaði að drekka, er áfengið ekki lengur einkenni um önnur vandamál; það er orðin orsök þeirra. Og annað böl, andlegt og líkamlegt verður ekki bætt, fyrr en sigrast hefur verið á aðalsjúkdómnum, drykkju- sýkinni. Og það er ekki hægt að vinna bug á honum nema með algeru bindindi — það er engin lækning til. Þeir, sem haldnir em þessum sjúkdómi, gera allt sem þeir geta til að vernda hann, þeir forðast að þiggja nokkra hjálp gegn honum. Alkóhólistinn minkar drykkju sína og skipuleggur hana, felur hana bak við varnarvegg sjálfsblekkingarinnar. Loks rekur að því, að hann getur ekki blekkt vini sína lengur, hann verður sjúklegur lygari í þeirra augum. Það eykur á vandamálið, að sjúkdómur- inn er nú kominn á það stig, að erfitt er að halda uppi vörn fyrir hann vegna þess að minnið er farið að bila. Áfengisneyslan veldur því, að drykkjusjúklingurinn verður gleym- inn, hann missir algerleg minnið, stundum í nokkrar mínútur eða klukkutíma, en stundum dögum saman. Slíkt getur líka komið fyrir þó að hann hafí ekki verið að drekka og virðist vera fullkomlega með sjálfum sér. Það fer líka að bera á sálrænni blindu. Drykkjusjúklingurinn vaknar morguninn eftir haldinn óljósum kvíða og sektarkennd. Hann á erfítt með að muna smáatriði, en veit að kvöldið áður hefur verið slæmt. Sjálfsbjargarhvötin tekur strax til starfa og þurrkar út allar óþægilegar endurminningar. Sálræna blindan er brátt alger. Það er kominn nýr dagur, ný byrjun, og hann furðar sig á óvild og viðbjóði eiginkonunnar — sem man hvað gerðist. í Johnsonstofnuninni lærðist fjöl- skyldu drykkjusjúklingsins að fram- koma hennar við hann hefur oftast verið röng. Þegar sjúkdómurinn var á byrjunarstigi, hlífði hún honum. Honum var sýnd samúð og hann afsakaður, þegar hann lenti á drykkjutúr, og honum var bjargað ef hann var kominn í slæma klípu. £n þegar sjúkdómurinn versnaði, breyttist viðhorf fíölskyldunnar og drykkjumaðurinn var tekinn í karphúsið þegar enginn heyrði til — með ásökunum og umvöndunum. Þannig kom í ljós skilningsskortur á óviðráðanlegum áfengisþorsta sjúkl- ingsins. Viðbrögð hans vom þau, að hann varð reiður og vonlaus, og sökk æ dýpra í fen drykkjuskaparins. Við- bjóður hans á sjálfum sér beinist að þeim sem em honum kærastir,
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132

x

Úrval

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.