Úrval - 01.10.1976, Qupperneq 91
NÝTTRÁD VIÐ DR YKKJUSÝKI
89
sjálfan sig, áþann hátt að hann geti
veittþeim viðtöku — hlutlaust og án
óvildar. Með þetta fyrir augum er
væntanlegu aðstoðarfólki kennd
nokkur grundvallaratriði.
Drykkjusjúklingurinn drekkur
ekki vegna þess að hann er viljalaus,
siðspilltur eða hirðulaus um aðra.
Hann drekkur af því að hann getur
ekki hætt. Hann er haldinn lang-
varandi og ólæknandi sjúkdómi.
Hvað sem það nú var, sem olli því, að
hann byrjaði að drekka, er áfengið
ekki lengur einkenni um önnur
vandamál; það er orðin orsök þeirra.
Og annað böl, andlegt og líkamlegt
verður ekki bætt, fyrr en sigrast hefur
verið á aðalsjúkdómnum, drykkju-
sýkinni. Og það er ekki hægt að
vinna bug á honum nema með algeru
bindindi — það er engin lækning til.
Þeir, sem haldnir em þessum
sjúkdómi, gera allt sem þeir geta til
að vernda hann, þeir forðast að
þiggja nokkra hjálp gegn honum.
Alkóhólistinn minkar drykkju sína og
skipuleggur hana, felur hana bak við
varnarvegg sjálfsblekkingarinnar.
Loks rekur að því, að hann getur ekki
blekkt vini sína lengur, hann verður
sjúklegur lygari í þeirra augum. Það
eykur á vandamálið, að sjúkdómur-
inn er nú kominn á það stig, að erfitt
er að halda uppi vörn fyrir hann vegna
þess að minnið er farið að bila.
Áfengisneyslan veldur því, að
drykkjusjúklingurinn verður gleym-
inn, hann missir algerleg minnið,
stundum í nokkrar mínútur eða
klukkutíma, en stundum dögum
saman. Slíkt getur líka komið fyrir þó
að hann hafí ekki verið að drekka og
virðist vera fullkomlega með sjálfum
sér.
Það fer líka að bera á sálrænni
blindu. Drykkjusjúklingurinn vaknar
morguninn eftir haldinn óljósum
kvíða og sektarkennd. Hann á erfítt
með að muna smáatriði, en veit að
kvöldið áður hefur verið slæmt.
Sjálfsbjargarhvötin tekur strax til
starfa og þurrkar út allar óþægilegar
endurminningar. Sálræna blindan er
brátt alger. Það er kominn nýr dagur,
ný byrjun, og hann furðar sig á óvild
og viðbjóði eiginkonunnar — sem
man hvað gerðist.
í Johnsonstofnuninni lærðist fjöl-
skyldu drykkjusjúklingsins að fram-
koma hennar við hann hefur oftast
verið röng. Þegar sjúkdómurinn var á
byrjunarstigi, hlífði hún honum.
Honum var sýnd samúð og hann
afsakaður, þegar hann lenti á
drykkjutúr, og honum var bjargað ef
hann var kominn í slæma klípu.
£n þegar sjúkdómurinn versnaði,
breyttist viðhorf fíölskyldunnar og
drykkjumaðurinn var tekinn í
karphúsið þegar enginn heyrði til —
með ásökunum og umvöndunum.
Þannig kom í ljós skilningsskortur á
óviðráðanlegum áfengisþorsta sjúkl-
ingsins. Viðbrögð hans vom þau, að
hann varð reiður og vonlaus, og sökk
æ dýpra í fen drykkjuskaparins. Við-
bjóður hans á sjálfum sér beinist að
þeim sem em honum kærastir,