Úrval - 01.10.1976, Síða 92

Úrval - 01.10.1976, Síða 92
90 ÚRVAL einkum eiginkonunni. Hann er svo ruglaður, að hann trúir því statt og stöðugt, að það sé fjölskyldunni að kenna hvernig komið er. Þegar vandamenn hafa verið fræddir um þessar staðreyndir, eru þeir orðnir hæfir til að grípa í taumana. Þeim er kennt, að fyrsta skrefið sé að hætta að nöldra í drykkjusjúklingnum. Það sviptir hann sterkri röksemd fyrir drykkj- unni og hlífir honum við þeirri refsingu, sem hann flnnur að hann á skilið. Þeir verða líka að hætta að vernda hann. Hann verður að glíma sjálfur við afleiðingar drykkju sinnar, jafnvel þó að hann hafi komist í kast við lögin. Honum verður þannig ljósara hvers eðlis drykkjusýkin er og því berskjaldaðri gagnvart þeim, sem vinna að því að koma honum á réttan kjöl. Heppilegast er að í hjálparsveitinni séu tveir eða fleiri vinir eða vanda- menn drykkjusjúklingsins, sem þekkja vel til drykkjuvenja hans. Engin ástæða er til að útiloka börn frá hjálparstarfinu; þeim er oftast vel kunnugt um vandamálið og ef þau eru frædd um sjúkdóminn, getur það orðið til að treysta sambandið milli þeirra og hins sjúka. Góðir vinir geta veitt mikla aðstoð, og einnig sam- verkamenn og vinnuveitendur. Sérhver hjálparmaður semur ná- kvæma skrá yflr hegðun drykkju- mannsins, ogskal öllum atvikum lýst nákvæmlega og hispurslaust ásamt stað og stundu. Það hefur komið í Ijós, að þegar lesið er upphátt úr skránni, stuðlar það að því, að menn líta á málið af meiri sanngirni og reiði dvinar. Þegar hjálparsveitin telst nógu vel undirbúin, er dagurinn ákveðinn, þegar fara skal á fund drykkjumannsins. Best er að koma honum að óvömm þegar hann er nývaknaður timbraður að morgni dags, því að þá á hann erfiðast með að koma við vörnum. En hann verður að vera allsgáður, svo að hann viti hvað er að gerast og geri sér ljósa grein fyrir vináttu og umhyggju þeirra, sem em komnir til að ræða við hann. Drykkjusjúklingurinn bregst oft reiður við og reynir að verjast með því að siga einum hjálparmanna gegn öðmm, en ef hjálparsveitin hvikar ekki, tekst henni í átta tilfellum af hverjum tíu að ná settu marki: að maðurinn geri sér grein fyrir sjúk- dómi sínum og fallist á að leita sér lækninga — að dvelja allt að sex vikur á deild fyrir drykkjusjúka eða á einhverri annarri afvötnunarstofnun. En batinn sem þá fæst er aðeins til bráðabirgða, því að lækning drykkju- sjúklings tekur hann alla ævi. Stundum neitar sjúklingurinn að leita sér lækninga, en býðst til að fara í bindindi og ganga í AA-samtökin. Hjálparmönnum er sagt að þeir skuli ganga að þessu með einu skilyrði; bragði viðkomandi áfengi, fari hann strax í læknismeðferð. Beri fundurinn engan árangur, er
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132

x

Úrval

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.