Úrval - 01.10.1976, Síða 92
90
ÚRVAL
einkum eiginkonunni. Hann er svo
ruglaður, að hann trúir því statt og
stöðugt, að það sé fjölskyldunni að
kenna hvernig komið er.
Þegar vandamenn hafa verið
fræddir um þessar staðreyndir, eru
þeir orðnir hæfir til að grípa í
taumana. Þeim er kennt, að fyrsta
skrefið sé að hætta að nöldra í
drykkjusjúklingnum. Það sviptir
hann sterkri röksemd fyrir drykkj-
unni og hlífir honum við þeirri
refsingu, sem hann flnnur að hann á
skilið.
Þeir verða líka að hætta að vernda
hann. Hann verður að glíma sjálfur
við afleiðingar drykkju sinnar, jafnvel
þó að hann hafi komist í kast við
lögin. Honum verður þannig ljósara
hvers eðlis drykkjusýkin er og því
berskjaldaðri gagnvart þeim, sem
vinna að því að koma honum á réttan
kjöl.
Heppilegast er að í hjálparsveitinni
séu tveir eða fleiri vinir eða vanda-
menn drykkjusjúklingsins, sem
þekkja vel til drykkjuvenja hans.
Engin ástæða er til að útiloka börn frá
hjálparstarfinu; þeim er oftast vel
kunnugt um vandamálið og ef þau
eru frædd um sjúkdóminn, getur það
orðið til að treysta sambandið milli
þeirra og hins sjúka. Góðir vinir geta
veitt mikla aðstoð, og einnig sam-
verkamenn og vinnuveitendur.
Sérhver hjálparmaður semur ná-
kvæma skrá yflr hegðun drykkju-
mannsins, ogskal öllum atvikum lýst
nákvæmlega og hispurslaust ásamt
stað og stundu. Það hefur komið í
Ijós, að þegar lesið er upphátt úr
skránni, stuðlar það að því, að menn
líta á málið af meiri sanngirni og reiði
dvinar. Þegar hjálparsveitin telst
nógu vel undirbúin, er dagurinn
ákveðinn, þegar fara skal á fund
drykkjumannsins. Best er að koma
honum að óvömm þegar hann er
nývaknaður timbraður að morgni
dags, því að þá á hann erfiðast með
að koma við vörnum. En hann verður
að vera allsgáður, svo að hann viti
hvað er að gerast og geri sér ljósa
grein fyrir vináttu og umhyggju
þeirra, sem em komnir til að ræða við
hann.
Drykkjusjúklingurinn bregst oft
reiður við og reynir að verjast með því
að siga einum hjálparmanna gegn
öðmm, en ef hjálparsveitin hvikar
ekki, tekst henni í átta tilfellum af
hverjum tíu að ná settu marki: að
maðurinn geri sér grein fyrir sjúk-
dómi sínum og fallist á að leita sér
lækninga — að dvelja allt að sex
vikur á deild fyrir drykkjusjúka eða á
einhverri annarri afvötnunarstofnun.
En batinn sem þá fæst er aðeins til
bráðabirgða, því að lækning drykkju-
sjúklings tekur hann alla ævi.
Stundum neitar sjúklingurinn að
leita sér lækninga, en býðst til að fara
í bindindi og ganga í AA-samtökin.
Hjálparmönnum er sagt að þeir skuli
ganga að þessu með einu skilyrði;
bragði viðkomandi áfengi, fari hann
strax í læknismeðferð.
Beri fundurinn engan árangur, er