Úrval - 01.10.1976, Qupperneq 99

Úrval - 01.10.1976, Qupperneq 99
Á FERÐ MED KALLA 97 ekki vera að því að klappa honum á bakið. Við rautt Ijós sá ég að ég var á brottflutningsleið. Það tók mig góðan tíma að skilja það. Ég hafði höfuðverk. Ég hafði misst allt átta- skyn. En skiltin með „brottflutn- ingsleið” héldu áfram að fyikja sér aftur fyrir mig. Auðvitað var þetta áætluð flóttaleið undan sprengjunni sem enn hefur ekki fallið. Hér í miðjum miðvesturríkjunum er flótta- leið, vegur lagður af ótta. Og allt í einu flaug mér kalkúnadalurinn í hug og ég hneykslaðist á sjálfum mér fyrir að hafa hugsað sem svo að kalkúnar væru heimskir. Raunar hafa þeir yfirburði yfir okkur. Þeir eru góðir til átu. Það tók mig nærri fjóra tíma að komast gegnum tvíburaborgirnar. Mér er sagt, að sumir hlutar þeirra séu fallegir. Og ég fann aldrei Gullna dalinn. Kalli varð ekki að neinu liði. Hann var ekki af þeirri dýrategund sem byggir það sem hún þarf að flýja frá. Þegar hann stendur frammi fyrir heimsku okkar tekur hann hana eins og hún er — heimska. Einhvern tíma á þessum löngu klukkutímum hiýt ég að hafa farið yfir ána aftur því ég var allt í einu kominn á US 10 og var á leið norður austan við Mississippi. Landið opn- aðist og ég nam staðar við veitinga- stofu við veginn, örmagna. Þetta var þýsk veitingastofa með pylsum og súrkáli og bjórkrukkum sem héngu í röð yfir barnum, fáguðum en ónot- uðum. Ég var eini viðskiptavinurinn á þessum tíma dagsins. Afgreiðslu- stúlkan var engin Brúnhildur heldur hávaxin, andlitsdökk smávera, annaðhvort ung og hlaðin erfiðleik- um eða spræk gömul kona. Ég gat ekki gert það upp við mig hvort heldur var. Ég pantaði steikta svína- kjötspylsu og súrkál og sá greinilega þegar kokkurinn vafði utan af henni sellófanið og lét hana ofan í sjóð- andi vatn. Bjórinn var í dós. Pylsan var hræðileg og súrkálið svívirðilegur vatnsgrautur. ,,Mig langar að biðja þig að hjálpa mér, ’ ’ sagði ég við ungu fornkonuna. ,,Hvað erþað?” , ,Ég er týndur. ’ ’ , ,Hvað meinarðu? Týndur. ’ ’ Kokkurinn laut gegnum lúguna og hvíldi nakta olnbogana á afgreiðslu borðinu. ,,Ég ætlaði til Sauk Centre en finn ekki leiðina.” ,, Hvaðan kemurðu ? ’ ’ , ,Frá Minneapolis. ’ ’ ,,Hvað ertu þá að gera hérna megin árinnar?” , Ja- ég hef víst týnst í Minneapolis líka.” Hún leit á kokkinn. ,,EIann villtist 1 Minneapolis,” sagði hún. ,,Það er ekki hægt að villast í Minneapolis,” svaraði kokkurinn. ,,Ég er fæddur þar og ég veit það.” ,,Ég er frá St. Cloud og ég get ekki villst í Minneapolis,” sagði konan. „Kannski ég hafi fágæta hæfi- leika. En mig langar að komast til Sauk Centre.”
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132

x

Úrval

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.