Úrval - 01.10.1976, Síða 99
Á FERÐ MED KALLA
97
ekki vera að því að klappa honum á
bakið. Við rautt Ijós sá ég að ég var á
brottflutningsleið. Það tók mig
góðan tíma að skilja það. Ég hafði
höfuðverk. Ég hafði misst allt átta-
skyn. En skiltin með „brottflutn-
ingsleið” héldu áfram að fyikja sér
aftur fyrir mig. Auðvitað var þetta
áætluð flóttaleið undan sprengjunni
sem enn hefur ekki fallið. Hér í
miðjum miðvesturríkjunum er flótta-
leið, vegur lagður af ótta. Og allt í
einu flaug mér kalkúnadalurinn í
hug og ég hneykslaðist á sjálfum mér
fyrir að hafa hugsað sem svo að
kalkúnar væru heimskir. Raunar hafa
þeir yfirburði yfir okkur. Þeir eru
góðir til átu.
Það tók mig nærri fjóra tíma að
komast gegnum tvíburaborgirnar.
Mér er sagt, að sumir hlutar þeirra
séu fallegir. Og ég fann aldrei Gullna
dalinn. Kalli varð ekki að neinu liði.
Hann var ekki af þeirri dýrategund
sem byggir það sem hún þarf að flýja
frá. Þegar hann stendur frammi fyrir
heimsku okkar tekur hann hana eins
og hún er — heimska.
Einhvern tíma á þessum löngu
klukkutímum hiýt ég að hafa farið
yfir ána aftur því ég var allt í einu
kominn á US 10 og var á leið norður
austan við Mississippi. Landið opn-
aðist og ég nam staðar við veitinga-
stofu við veginn, örmagna. Þetta var
þýsk veitingastofa með pylsum og
súrkáli og bjórkrukkum sem héngu í
röð yfir barnum, fáguðum en ónot-
uðum. Ég var eini viðskiptavinurinn
á þessum tíma dagsins. Afgreiðslu-
stúlkan var engin Brúnhildur heldur
hávaxin, andlitsdökk smávera,
annaðhvort ung og hlaðin erfiðleik-
um eða spræk gömul kona. Ég gat
ekki gert það upp við mig hvort
heldur var. Ég pantaði steikta svína-
kjötspylsu og súrkál og sá greinilega
þegar kokkurinn vafði utan af henni
sellófanið og lét hana ofan í sjóð-
andi vatn. Bjórinn var í dós. Pylsan
var hræðileg og súrkálið svívirðilegur
vatnsgrautur.
,,Mig langar að biðja þig að hjálpa
mér, ’ ’ sagði ég við ungu fornkonuna.
,,Hvað erþað?”
, ,Ég er týndur. ’ ’
, ,Hvað meinarðu? Týndur. ’ ’
Kokkurinn laut gegnum lúguna og
hvíldi nakta olnbogana á afgreiðslu
borðinu.
,,Ég ætlaði til Sauk Centre en finn
ekki leiðina.”
,, Hvaðan kemurðu ? ’ ’
, ,Frá Minneapolis. ’ ’
,,Hvað ertu þá að gera hérna
megin árinnar?”
, Ja- ég hef víst týnst í Minneapolis
líka.”
Hún leit á kokkinn. ,,EIann villtist
1 Minneapolis,” sagði hún.
,,Það er ekki hægt að villast í
Minneapolis,” svaraði kokkurinn.
,,Ég er fæddur þar og ég veit það.”
,,Ég er frá St. Cloud og ég get ekki
villst í Minneapolis,” sagði konan.
„Kannski ég hafi fágæta hæfi-
leika. En mig langar að komast til
Sauk Centre.”