Úrval - 01.10.1976, Blaðsíða 101

Úrval - 01.10.1976, Blaðsíða 101
Á FERÐ MEÐ KALLA 99 ,,Hvar fær hann útrás?” Mér skjöplaðist ekki, glampinn var þarna, hinn dýmæti glettnisglampi. ,,Nú — við fáum morð endrum og eins, eða lesum um þau. Svo höfum við margskonar keppni, og um þær er endalaust hægt að deila. En ég held að það allra besta séu rússarnir.” ,,Em þeir hitamál?” ,,Mikil ósköp. Það líður varla sá dagur að ekki fái einhver útrás með því að hella sér yfir rússa.” Einhverra hluta vegna var honum orðið rórra, lét meira að segja eftir sér smáhláturklukk sem hefði mátt breyta á augabragði í ræskingu hefðf ég brugðist illa við. ,,Em einhverjir rússar hér í grend- inni?” Nú gekk hann svo langt að leyfa sér að hlæja. „Auðvitað ekki. Þess vegna em þeir svo mikils virði. Það amast enginn við þér þótt þú úthúðir rússunum.” ,,Vegna þess að við stundum ekki viðskipti við þá?” Hann tók osthníf upp af borðinu og strauk þumalfingrinum varlega um eggina og lagði svo hnífinn aftur niður. „Kannski það. Já, kannski einmitt það. Við eigum ekki viðskipti við þá.” „Heldurðu þá að við notum rússa sem yfirvarp fyrir eitthvað annað?” „Ég hafði ekki hugsað út í það, en trúlega geri ég það héðan í frá. Nú, ég man þegar fólk skammaði Roose- velt fyrir allt. Andy Larsen varð rauður í framan út í Roosevelt einu sinni þegar hænurnar hans fengu barkabolgu. Já, herra minn,” sagði hann og var nú farinn að færast í aukana, „rússarnir fá heldur betur með tevatninu. I hvert sinn sem maður rífst við kerlinguna sína, fá rússarnir á bauki nn. ’ ’ „Kannski aliir þarfnist rússanna. Ég þori að veðja að jafnvel í Rúss- landi þarfnist þeir rússanna. Kannski þeir kalli þá bara ameríkana þar.” Hann skar ostsneið með áleggshníf og rétti mér á hnífsoddi. „Þú gefur mér umhugsunarefni á ísmeygilegan hátt,” sagði hann. „Ég hélt að það værir þú, sem gæfir mér þau. ’ ’ „Hvernig?” , ,Um viðskipti og skoðanir. ,Jæja, kannski. En veistu hvað ég ætla að gera? Næst þegar Andy Larsen kemur hingað kafrjóður eyrna á milli, ætla ég að vita hvort rúss- arnir em að rassgatast í hænunum hans. Það varð Andy mikill skaði, þegar Roosevelt dó. ” Ég vil ekki halda þvl fram, að stór hluti þjóðarinnar skilji hlutina á sama hátt og þessi maður. Kannski og kannski ekki — líka í einkalífi sínu og utan viðskiptasviðsins. Næsti hluti ferðalagsins var ástar- ævintýri. Ég er ástfanginn af Mont- ana. Ég dáist að öðrum ríkjum, virði þau, met þau, þykir jafnvel svolítið vænt um þau, en ég elska Montana, og það er erfitt að skilgreina ást meðan það ástand varir. Einu sinni, þegar ég sólaði mig í fjólubláum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Úrval

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.