Úrval - 01.10.1976, Side 105
Á FERÐ MEÐ KALLA
103
hjarta og sál bjarnamorðingja og ég
vissi það ekki. Hingað til hefur hann
meira að segja verið huglaus gagnvart
of lítið steiktum kjötbita. ’ ’
,,Jahá,” sagði hann. ,,Svona fer
það stundum. Þess vegna varaði ég
þig við. Sæmilegur björn getur látið
hund fljúga eins og tenniskúlu.”
Ég flýtti mér burtu, sömu leið og
við komum, og þorði ekki að finna
mér næturstað á opnu svæði af ótta
við að þar kynnu að leynast einhverjir
óopinberir birnir sem ekki væru
undir umsjá stjórnarinnar. Þessa nótt
dvaldi ég á bíiahóteli skammt frá
Livingstone. Ég fékk mér að borða í
veitingastofunni og þegar ég hafði
komið mér þægilega fyrir með drykk
í góðum stól og hvíldi nakta og
baðaða fæturna á teppi með rauðum
rósum, virti ég Kaila fyrir mér. Hann
var dasaður. Augnaráðið var fjarrænt
og hann var gersamlega örmagna,
vafalaust andlega. Mest minnti hann
mig á mann sem er að jafna sig eftir
langt og erfitt fyllirí — uppgefinn,
vonsvikinn, máttvana. Hann gat ekki
étið, vildi ekki kvöldgöngu, og þegar
við settumst að féll hann á gólfíð og
sofnaði. Um nóttina heyrði ég hann
ýlfra og gelta og þegar ég kveikti
ljósið voru fætur hans á hlaupum,
kippir um skrokkinn og augun
galopin, en þetta var aðeins draum-
ur. Ég vakti hann og gaf honum
vatn. Eftir það sofnaði hann værar og
svaf til morguns án þess að kræla á
sér. Um morguninn var hann ennþá
þreyttur. Hvers vegna teljum við, að
hugsanir og tilfínningar dýranna séu
einfaldar og fábrotnar?
Ég ók yfír uppréttan þumalinn á
Idaho og gegnum regluleg fjöll sem
risu beint upp, skreytt furu og dyft
með snjó. Otvarpið mitt þagnaði og
ég hélt að það væri bilað, en það voru
aðeins fjallaeggjarnar sem rufu út-
vapsbylgjurnar. Snjórinn tók að falla
en heppnin entist mér, þetta var
aðeins léttur lausasnjór. Vegirnir
voru auðir fyrir utan einstaka hópa
veiðimanna með rauða hatta í gulum
jökkum, stundum með dádýr eða elg
yfir vélarhúsið á bílnum. Nokkrir
fjallakofar voru greiptir inn í brattar
brekkurnar, en ekki margir.
Ég varð að stansa oft vegna Kalla.
Kalli átti í sívaxandi erfíðleikum með
að tæma blöðruna, sem er fínt mái
fyrir að segja að hann hafí ekki getað
pissað. Stundum olli þetta honum
þjáningum og hann varð alltaf vand-
ræðalegur. Hugsa sér bara þennan
hund mikilla siða, taktvísan, son
sérstaks virðuleiks. Þetta olli honum
ekki aðeins líkamlegum þjáningum,
heldur særði það líka tilfínningar
hans. Ég nam staðar við veginn og
leyfði honum að eigra um, sneri baki
við honum af háttvísi. Það tók hann
langan tíma. Ef hann hefði verið
maður hefði ég haldið að þetta væri
blöðruhálskirtillinn. Kalli er roskinn
herra af frönskum uppruna. Þeir tveir
einu kvillar, sem frakkar myndu
viðurkenna, eru þetta og slæm Iifur.
Hann kom aftur og baðst afsök-