Úrval - 01.10.1976, Side 106
104
URVAL
unar á því að þurfa lengri tíma. Ég
vildi ég gæti hjálpað honum en hann
vildi fá að vera einn. Hann var stífur
þegar hann kom. Ég varð að hjálpa
honum upp í bílinn. Og við héldum
áfram upp í fjöllin. Léttur snjór fauk
eins og ryk um veginn og mér fannst
kvölda fyrr en verið hafði. Rétt undir
fjallaskarði stansaði ég til að taka
bensín hjá litlu kofasafni, heima-
gerðum kofum, ferköntuðum, hverj-
um með dyraskyggni, dyrum og
einum glugga, engu sem minnti á
garð eða gangstíga. Litia húsið bak
við bensíndælurnar, sem í senn var
sölubúð, viðgerðarverkstæði og
matstofa var með þeim mest frá-
hrindandi sem ég hef nokkurn tíma
séð. Bláu veitingastofuskiltin voru
gömul og árituð flugum margra
sumra: ',,Búðingar eins og mamma
hefði gert hefði hún kunnað að búa
til búðing.” ,,Við gáum ekki upp í
þig. Gá þú ekki í eldhúsið okkar.”
,,Engar ávísanir teknar nema með
fingraförum. ” Þessir voru allir gam-
alkunnir. Það yrði ekkert sellófan á
matnum hér.
Enginn kom út að dæiunum, svo
ég fór inn í veitingastofuna. Ég
heyrði rifrildi innan úr bakherbergi,
sem var sennilega eldhúsið — djúp
rödd og bjartari karlmannsrödd sendu
skeyti hvor til annarrar. Ég kallaði:
„Nokkur heima?” og raddirnar
þögnuðu. Svo kom samanrekinn
kuggur gegnum dyrnar, enn yggldur
á brún eftir rifrildið.
,,Hvað viltu?”
,,Bensín. Og ef þið eigið laust hús,
vildi ég kannski vera hér í nótt.”
, ,Þú mátt velja. Það er ekki nokkur
sála hér.”
,, Get ég fengið bað ? ”
,,Ég skal færa þér fötu af heitu
vatni. Vetrartaxtinn er tveir doll-
arar.”
,,Gott. Get ég fengið eitthvað að
éta?”
„Svínasteik með baunum og ís.”
,,Ókei. Ég er með hund.”
,,Þetta er frjálst land. Kofarnir eru
allir opnir. Veldu bara. Öskraðu ef
þig vantareitthvað.”
Einskis hafði verið látið ófreistað
til þess að gera húsin óþægileg og
ljót. Rúmið var hnúskótt, veggirnir
dmllugulir, gluggatjöldin eins og
undirpils af mellu. Lokaður klefínn
þefíaði af músum og raka, myglu og
gömlu, gömlu ryki, en rúmfötin vom
hrein og þegar ég hafði haft opið um
stund var minningin um gömlu
íbúana horfin. Ber pera hékk úr
loftinu og upphitunin var olíuofn.
Það var barið að dymm og ég
opnaði fyrir manni á að giska tvítug-
um, klæddum í gráar flónelsbuxur,
tvílita skó, deplótta treyju og með
menntaskólahúfu á höfðinu. Dökkt,
glansandi hárið var ótrúlega ofgreitt
og efstu hárin lögð nosturslega á svig
svo þau lágu rétt niður að eyrunum.
Mér brá eftir fundinn við ófreskjuna
inni.
,,Hér er vatnið þitt,” sagði hann
með rödd hins deiluaðilans. Dyrnar
stóðu opnar og ég sá augu piltsins