Úrval - 01.10.1976, Page 108
106
URVAL
drottinn minn,” sagði hann. Svo hló
hann og spennan slaknaði.
Robbie lagði svínakjötið á borðið
og brosti við mér, með þakklæti að ég
held.
,,Nú þegar við höfum dregið inn
klærnar, hvað finnst þér þá um þetta
hárgreiðslukjaftæði?” spurði pápi.
, ,Þú verður ekki hrifinn af því sem
mérfinnst.”
„Hvernig get ég vitað það nema
þú segir það?”
,,Gott og vel, en ég ætla að flýta
mér að borða fyrst ef ég skyldi svo
þurfa að taka til fótanna. ’ ’
Ég át allar baunirnar og helming-
inn af svínakjötinu áður en ég svaraði
honum:
,Jæja þá,” sagði ég. ,,Þið fítjið
þarna upp á umræðuefni, sem ég hef
hugsað mikið um. Ég þekki töluvert
af stúlkum og konum — á öllum
aldri, öllum gerðum, alls konar vaxt-
arlagi — engar tvær eins nema að
einu leyti: Hvað snertir hárgreiðslu-
meistarann. Það er bjargföst sann-
færing mín að hárgreiðslumaðurinn
sé áhrifaríkasti maður hvers samfél-
ags.”
,,Þú ert að grínast.”
,,Ég er ekki að grínast. Ég hef
rannsakað þetta vandlega. Þegar
kona fer í hárgreiðslu, sem þær gera
allar þegar þær hafa efni á því,
gerist eitthvað með þær. Þær finna
til öryggis, þær slaka á. Þær þurfa
ekki að látast. Sá sem greiðir þeim
veit hvernig húðin er undir farðan-
um, hann veit um aldur þeirra og
andlitslyftingar. Þar af leiðir að kon-
an segir hárgreiðslumanninum það
sem hún myndi ekki voga að skrifta
fyrir presti og talar opinskátt um
það sem hún reynir að fela fyrir
lækni.”
, ,Þú meinar þetta ekki. ’ ’
,,Ég meina það víst. Ég sagði þér
að ég hefði kannað þetta. Þegar
konan leggur leyndarlíf sitt í hendur
hárgreiðslumanninum, fær hann
vald sem fáir aðrir menn öðlast nokk-
urn tíma. Ég hef heyrt vitnað í hár-
greiðslumenn með fullri sannfær-
ingu í sambandi við myndlist, bók-
menntir, stjórnmál, hagfræði, barna-
uppeldi og siðfræði.
,,Þú ert að spila með mig en gerir
það nokkuð vel.”
,,Ég segi það í fullri einlægni,
að snjall, hugsandi og framgjarn
hárgreiðslumaður býr yfir meira valdi
en flestir aðrir menn geta skilið.”
,Jesús Kristur! Heyrirðu þetta,
Robbie? Vissirðu þetta?”
,,Sumt af því. Það var heilt nám-
skeði í sálarfræði í kvöldskólanum
hjá mér.”
,,Þetta hafði mér aldrei hugsast,”
sagði pápi. „Heyrðu má ekki bjóða
þérí glas?”
,,Sama og þegið, en ekki í kvöld.
Hundurinn minn er lasinn. Ég ætla
að fara snemma á fætur og finna
dýralækni.”
„Heyrðu — Robbie getur sett upp
handa þér lesljós. Ég skal láta ljósa-
vélina ganga. Viltu morgunmat?”