Úrval - 01.10.1976, Síða 109
A FERÐ MEÐ KALLA
107
,,Eg hugsa ekki, þakka þér fyrir.
Ég ætla snemma af stað. ’ ’
Þegar ég kom aftur út í húsið eftir
að hjálpa Kalla í raunum hans, var
Robbie að njörva vinnuljós á járn-
gaflinn á veslings rúminu. Hann
sagði lágt: ,,Ekki veit ég hvort þú
trúir öllu því sem þú sagðir, en þú
veittir mér ómetanlegt lið. ”
,,Ég skal segja þér að ég held að
það kunni að mestu leyti að hafa
verið rétt. En ef svo er, fylgir því
mikil ábyrgð, Robbie”
,,Sannarlega,” svaraði hann hátíð-
lega.
Þetta varð eirðarlaus nótt. Ég hafði
leigt mér svefnklefa sem var ekki líkt
því eins þægilegur og sá sem ég flutti
með mér, og þar að auki hafði ég
skipt mér af málum sem mér komu
ekki við. Um miðja nótt vaknaði svo
Kalli með lágu, skömmustulegu
ýlfri, og þar sem hann ýlfrar yfirleitt
ekki spratt ég á fætur. Ástandið var
bágt: Kviðurinn þaninn og trýni og
eyru heit. Ég fór með hann út og var
hjá honum en hann gat ekki létt á
sér. Hann var raunverulega veikur,
og hlaut að verða veikari nema ég
gæti létt á slvaxandi þrýstingnum.
Það hefði mátt gera með holstxl,
en hver gengur með slíkt á sér í fjöll-
unum um hánótt? Ég var með plast-
slöngu fyrir bensín, en hún var of
sver. Svo minntist ég þess óljóst að ég
hafði einhvern tíma heyrt að þrýst-
ingur leiddi til vöðvaspennu sem yki
á þrýstinginn og svo framvegis, svo
fyrsta skrefið væri að slaka á vöðv-
unum. Ferðaapótekið mitt var ekki
fjölbreytt að innihaldi, en ég átti glas
með svefntöflum, seconal. Ég vissi
ekki hvað ég mátti gefa hundi mikið,
svo ég opnaði hylkið, hellti helm-
ingnum úr því og lokaði því á ný. Svo
stakk ég því langt upp í hann og
nuddaði háls hans blíðlega þar til ég
fann hylkið renna niður. Svo lagði
ég hann á rúmið og breiddi ofan á
hann. Þegar enga breytingu var að sjá
eftir klukkustund, hellti ég seinni
helmingnum úr hylkinu ofan í hann.
Miðað við stærð hans og þyngd er
heilt hylki mikill skammtur, en Kalla
er ekki fisjað saman. Hann barðist á
móti í þrjá stundarfjórðunga áður en
andardrátturinn kyrrðist og hann
sofnaði. Ég blundaði víst líka. Það
næsta sem ég vissi var að hann sentist
fram á gólf. Hann var undir svo
sterkum áhrifum deyfilyfsins að fæt-
urnir böggluðust undir honum.
Hann reif sig upp slagaði, féll, og reis
upp aftur. Ég opnaði dyrnar og
hleypti honum út. Nú, aðferð mín
hafði tilætluð áhrif, en ég fæ ekki
skilið hvernig svona meðalstór hund-
ur gat rúmað allan þennan vökva.
Loks slagaði hann inn aftur og lét
fallast niður á mottuna sína og var
þegar steinsofandi. Hann var svo
gersamlega steinsofandi að ég fór að
hafa áhyggjur af skammtinum, sem
ég hafði gefið honum. En hitinn
hafði rénað og andardrátturinn var
eðlilegur og hjartslátturinn sterkur og
stöðugur. Ég svaf illa og þegar dagaði
hafði Kalli ekki bært á sér. Ég vakti