Úrval - 01.10.1976, Side 109

Úrval - 01.10.1976, Side 109
A FERÐ MEÐ KALLA 107 ,,Eg hugsa ekki, þakka þér fyrir. Ég ætla snemma af stað. ’ ’ Þegar ég kom aftur út í húsið eftir að hjálpa Kalla í raunum hans, var Robbie að njörva vinnuljós á járn- gaflinn á veslings rúminu. Hann sagði lágt: ,,Ekki veit ég hvort þú trúir öllu því sem þú sagðir, en þú veittir mér ómetanlegt lið. ” ,,Ég skal segja þér að ég held að það kunni að mestu leyti að hafa verið rétt. En ef svo er, fylgir því mikil ábyrgð, Robbie” ,,Sannarlega,” svaraði hann hátíð- lega. Þetta varð eirðarlaus nótt. Ég hafði leigt mér svefnklefa sem var ekki líkt því eins þægilegur og sá sem ég flutti með mér, og þar að auki hafði ég skipt mér af málum sem mér komu ekki við. Um miðja nótt vaknaði svo Kalli með lágu, skömmustulegu ýlfri, og þar sem hann ýlfrar yfirleitt ekki spratt ég á fætur. Ástandið var bágt: Kviðurinn þaninn og trýni og eyru heit. Ég fór með hann út og var hjá honum en hann gat ekki létt á sér. Hann var raunverulega veikur, og hlaut að verða veikari nema ég gæti létt á slvaxandi þrýstingnum. Það hefði mátt gera með holstxl, en hver gengur með slíkt á sér í fjöll- unum um hánótt? Ég var með plast- slöngu fyrir bensín, en hún var of sver. Svo minntist ég þess óljóst að ég hafði einhvern tíma heyrt að þrýst- ingur leiddi til vöðvaspennu sem yki á þrýstinginn og svo framvegis, svo fyrsta skrefið væri að slaka á vöðv- unum. Ferðaapótekið mitt var ekki fjölbreytt að innihaldi, en ég átti glas með svefntöflum, seconal. Ég vissi ekki hvað ég mátti gefa hundi mikið, svo ég opnaði hylkið, hellti helm- ingnum úr því og lokaði því á ný. Svo stakk ég því langt upp í hann og nuddaði háls hans blíðlega þar til ég fann hylkið renna niður. Svo lagði ég hann á rúmið og breiddi ofan á hann. Þegar enga breytingu var að sjá eftir klukkustund, hellti ég seinni helmingnum úr hylkinu ofan í hann. Miðað við stærð hans og þyngd er heilt hylki mikill skammtur, en Kalla er ekki fisjað saman. Hann barðist á móti í þrjá stundarfjórðunga áður en andardrátturinn kyrrðist og hann sofnaði. Ég blundaði víst líka. Það næsta sem ég vissi var að hann sentist fram á gólf. Hann var undir svo sterkum áhrifum deyfilyfsins að fæt- urnir böggluðust undir honum. Hann reif sig upp slagaði, féll, og reis upp aftur. Ég opnaði dyrnar og hleypti honum út. Nú, aðferð mín hafði tilætluð áhrif, en ég fæ ekki skilið hvernig svona meðalstór hund- ur gat rúmað allan þennan vökva. Loks slagaði hann inn aftur og lét fallast niður á mottuna sína og var þegar steinsofandi. Hann var svo gersamlega steinsofandi að ég fór að hafa áhyggjur af skammtinum, sem ég hafði gefið honum. En hitinn hafði rénað og andardrátturinn var eðlilegur og hjartslátturinn sterkur og stöðugur. Ég svaf illa og þegar dagaði hafði Kalli ekki bært á sér. Ég vakti
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Úrval

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.