Úrval - 01.10.1976, Qupperneq 111
Á FERÐ MEÐ KALLA
109
sig þegar maður hefur lengi verið
fjarri hafínu. Þetta vekur rafmagnaða
spennu — einskonar ólgandi fögnuð.
Ég stóð mig að því að æða um vegi
Washington í átt til sjávar eins og
læmingi.
Auðvitað breyttist ferðaiag mitt
þegar ég ók niður með gullfallegri
ströndinni. Á hverju kvöldi fann ég
þægilegt hótel að dveljast á, fallega
nýja staði sem hafa sprottið upp hin
síðari árin. Og nú tók ég að skynja
tilhneigingu sem ég er líklega orðinn
of gamail til að láta mér falla. Það
er sjálfsbjargarviðleitnin. Við morg-
unmatinn er brauðrist á borðinu hjá
manni. Maður ristar brauðið sitt
sjálfur. Þegar ég hélt inn á einhvern
þessara gimsteina þæginda og íburð-
ar, skráði ég mig inn og var vxsað til
herbergis eftir að hafa borgað fyrir-
fram að sjálfsögðu, og þar með var
manniegum samskiptum lokið. Þar
voru engir þjónar, engir vikapiltar.
Þjónustustúlkurnar laumuðust óséðar
inn og út. Vildi ég fá klaka í glasið
mitt, varsjálfsali skammt frá afgreiðsl-
unni. Ég fékk ísinn minn úr vél,
blöðin mín úr vél. Allt var þægilegt,
lá vel við, og einmanalegt. Ég bjó í
algerum lúxus. Aðrir gestir komu og
fóru hljóðlega. Ef maður bauð þeim
gott kvöld vissu þeir ekki hvaðan á þá
stóð veðrið, en tóku svo undir.
Mér fannst að fyrst hefðu þeir leitað á
mér að rifu fyrir peninginn.
Á regnvotum sunnudegi, einhvers
staðarí Oregon, krafðist hinn hrausti
Rósínant athygli minnar. Ég hef ekki
minnst á mitt trygga farartæki öðru
vísi en með formlegum lofsyrðum. Er
það ekki gamla sagan? Við metum
dyggð en ræðum hana ekki. Hinn
heiðarlegi bókari, trúa eiginkona,
einlægi vísindamaður, allt þetta fólk
fær lítið af athygli okkar borið saman
við svikarann, skækjuna, bragðaref-
inn. Ef Rósínant hefur verið vanrækt-
ur að þessu leyti, er það vegna þess að
hann stóð sig eins og best varð á
kosið. En vanrækslan náði ekki til
hins tæknilega. Ég skipti um olíu og lét
smyrja hann af mestu nákvæmni.
En ég var með of mikið af öllu. Og
á regnvotum sunnudegi í Oregon
þegar ég var að aka í gegnum enda-
lausan forarpoll sprakk hægra aftur-
dekkið með dumbum hveili. Ég hef
þekkt og átt kvikindislega og illa
innrætta bíla sem hefðu getað gert
svona af hreinni iilsku og þrælbeins-
hætti, en ekki Rósínant.
Varahjólið var undir íbúðarhúsinu
og það varð ég að láta síga ofan í
forina. Verkfærin voru undir gólfinu
undir borðinu, svo ég varð að
umstafla ölium mínum farangri.
Tjakkurinn, svo nýr og skínandi með
flekklausri verksmiðjumálningu var
stífur og óþjáll af notkunarleysi og
ekki gerður fyrir síðan skutinn á
Rósínant. Ég lagðist á magann og
svamlaði inn undir bílinn, hélt nös-
unum með erfiðismunum upp úr
vatninu og eðjunni. Tjakkskaftið var
hált af leir. Leirkúlur mynduðust í
skegginu á mér. Ég lá þarna másandi
eins og særð önd, og bölvaði f hljóði