Úrval - 01.10.1976, Side 111

Úrval - 01.10.1976, Side 111
Á FERÐ MEÐ KALLA 109 sig þegar maður hefur lengi verið fjarri hafínu. Þetta vekur rafmagnaða spennu — einskonar ólgandi fögnuð. Ég stóð mig að því að æða um vegi Washington í átt til sjávar eins og læmingi. Auðvitað breyttist ferðaiag mitt þegar ég ók niður með gullfallegri ströndinni. Á hverju kvöldi fann ég þægilegt hótel að dveljast á, fallega nýja staði sem hafa sprottið upp hin síðari árin. Og nú tók ég að skynja tilhneigingu sem ég er líklega orðinn of gamail til að láta mér falla. Það er sjálfsbjargarviðleitnin. Við morg- unmatinn er brauðrist á borðinu hjá manni. Maður ristar brauðið sitt sjálfur. Þegar ég hélt inn á einhvern þessara gimsteina þæginda og íburð- ar, skráði ég mig inn og var vxsað til herbergis eftir að hafa borgað fyrir- fram að sjálfsögðu, og þar með var manniegum samskiptum lokið. Þar voru engir þjónar, engir vikapiltar. Þjónustustúlkurnar laumuðust óséðar inn og út. Vildi ég fá klaka í glasið mitt, varsjálfsali skammt frá afgreiðsl- unni. Ég fékk ísinn minn úr vél, blöðin mín úr vél. Allt var þægilegt, lá vel við, og einmanalegt. Ég bjó í algerum lúxus. Aðrir gestir komu og fóru hljóðlega. Ef maður bauð þeim gott kvöld vissu þeir ekki hvaðan á þá stóð veðrið, en tóku svo undir. Mér fannst að fyrst hefðu þeir leitað á mér að rifu fyrir peninginn. Á regnvotum sunnudegi, einhvers staðarí Oregon, krafðist hinn hrausti Rósínant athygli minnar. Ég hef ekki minnst á mitt trygga farartæki öðru vísi en með formlegum lofsyrðum. Er það ekki gamla sagan? Við metum dyggð en ræðum hana ekki. Hinn heiðarlegi bókari, trúa eiginkona, einlægi vísindamaður, allt þetta fólk fær lítið af athygli okkar borið saman við svikarann, skækjuna, bragðaref- inn. Ef Rósínant hefur verið vanrækt- ur að þessu leyti, er það vegna þess að hann stóð sig eins og best varð á kosið. En vanrækslan náði ekki til hins tæknilega. Ég skipti um olíu og lét smyrja hann af mestu nákvæmni. En ég var með of mikið af öllu. Og á regnvotum sunnudegi í Oregon þegar ég var að aka í gegnum enda- lausan forarpoll sprakk hægra aftur- dekkið með dumbum hveili. Ég hef þekkt og átt kvikindislega og illa innrætta bíla sem hefðu getað gert svona af hreinni iilsku og þrælbeins- hætti, en ekki Rósínant. Varahjólið var undir íbúðarhúsinu og það varð ég að láta síga ofan í forina. Verkfærin voru undir gólfinu undir borðinu, svo ég varð að umstafla ölium mínum farangri. Tjakkurinn, svo nýr og skínandi með flekklausri verksmiðjumálningu var stífur og óþjáll af notkunarleysi og ekki gerður fyrir síðan skutinn á Rósínant. Ég lagðist á magann og svamlaði inn undir bílinn, hélt nös- unum með erfiðismunum upp úr vatninu og eðjunni. Tjakkskaftið var hált af leir. Leirkúlur mynduðust í skegginu á mér. Ég lá þarna másandi eins og særð önd, og bölvaði f hljóði
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Úrval

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.