Úrval - 01.10.1976, Page 113

Úrval - 01.10.1976, Page 113
Á FERD MEÐ KALLA 111 ekki út í rigninguna, en minn illi dýrlingur beitti hann þrýstingi. Mág- urinn ók til tveggja staða einhvers staðar í fjarska þar sem dekkin kynnu að vera, fann þau og færði mér. Á tæpum fjórum klukkustundum tókst að koma nýjum dekkjum undir bílinn, af þeirri öflugu gerð sem alltaf hefði átt að vera þar. Ég hefði getað kropið í forina og kysst hendur mannsins, en ég gerði það ekki. Ég galt honum þess í stað meira en hann hafði sett upp og hann sagði: ,,Þetta var nú óþarfi. Mundu bara eitt: Þessi nýju dekk eru stærri. Þau rugla hraðamælinn hjá þér. Þú ferð hraðar en nálin segir og ef þú rekst á taugaóstyrka löggu geturðu fengið á baukinn.” Ég var svo fullur af auðmjúku þakklæti að ég gat ekkert sagt. Þetta gerðist á sunnudegi í Oregon í rigningu, og ég vona að hinn fúlmannlegi viðgerðarmaður megi lifa í þúsund ár og uppfylla jörðina með afkomendum stnum. Það getur ekki leikið á tveim tungum, að Kalli var að verða trjá- sérfræðingur með gríðarlega um- fangsmikla þekkingu. En ég hafði gætt þess vandlega að hann kæmist ekki á snoðir um rauðaviðinn risa- vaxna. Mér fannst að hundur frá Long Island sem hefði vottað Sequoia sempervirens eða Sequoia gigantica virðingu sína hlyti að vera æðri öðrum hundum. Að fenginni þeirri reynslu kynni hann á duiarfullan hátt að komast á annað tilverustig, fá aðra dýpt, rétt eins og rauðaviðurinn sýnist hafinn yfír tímann og venju- legan hugsanagang. Þegar maður hefur séð rauðaviðinn skilur hann eftir mark á manni, hugsýn sem aldrei hverfur. Enginn hefur nokkurn tírr\a séð vel lukkað málverk eða ljósmynd af rauðaviðar- tré. Hughrifin sem þau skapa verða ekki túlkuð. Frá þeim stafar þögn og lotning. Það er ekki bara ótrúleg stærð þeirra, né liturinn sem sindrar og breytist fyrir augum manns, nei þau eru engum öðrum trjám lík, þau eru fulltrúar annars tíma. Þau bera sitt eigið ljós og skugga. Maður fínnur hjá sér hvöt til að hneygja höfuð sitt fyrir þessu óumdeilda almætti. Ég hef þekkt þessa risa síðan ég man eftir mér, hef lifað meðal þeirra, dvalið og sofíð upp við hlýjan skrokk þeirra, og ég hef aldrei fundið til þreytu á þeim eða fyrirlitningar. Og ég er ekki einn um þessa tilfínningu. Fyrir mörgum árum kom ókunnur maður heim í héraðið mitt skammt frá Monterey. Tilfinningar hans hljóta að hafa verið orðnar sljóar og samanskroppnar af peningum og hugsuninni um að afla þeirra. Hann keypti lund með semþervirens í djúpum dal rétt niðri við sjó og síðan, 1 rétti sínum sem eigandi, hjó hann þau niður og seldi timbrið, en eftir stóð æpandi jörðin með um- merkjum slátrunarinnar. Hryggð og þögul reiði gagntók borgina. Þetta var ekki bara fjöldamorð heldur
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Úrval

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.