Úrval - 01.10.1976, Side 117

Úrval - 01.10.1976, Side 117
Á FERD MEÐ KALLA 115 ég að skilgreina eðli ferðalaga, hvernig þau eru fyrirbrigði út af fyrir sig, hvert um sig sérstætt og engin tvö eins. Ég velti fyrir mér með nokkurri furðu, sérstöðu ferðalaga og og endaði á þeirri kenningu að fólk færi ekki í ferðalög — ferðalög færu í fólk. Þessi þankagangur náði þó ekki yfir lengd ferðalaga og tímasvið. Þessi atriði virðast breytileg og ófyrirsjáanleg. Hver hefur ekki kynnst því að ferðalagi sé lokið og það sé dautt áður en ferðamaðurinn snýr aftur heim? Hitt er líka satt: Ferðalag getur haldið áfram að vera löngu eftir að hreyfing í tíma og rúmi er úr sögunni. Ég man eftir manni 1 Salinas sem fór til Honolulu og heim aftur þegar hann var á miðjum aldri og þetta ferðalag hélt áfram það sem hann átti ólifað. Við gátum horft á hann í ruggustólnum framan við húsið sitt með augun pírð á enda- lausu ferðalagi til Honolulu. Ferð mín með Kalla hófst löngu áður en ég iagði af stað og var lokið áður en ég kom heim aftur. Ég veit nákvæmlega hvar og hvenær henni lauk. Skammt frá Abingdon 1 Vigin- ia, klukkan fjögur eftir hádegi á stormsömum degi, fór ferðalagið frá mér og skildi mig eftir strand langa leið að heiman. Ég reyndi að ná því aftur, að elta það uppi — asnaleg og vonlaus tilraun, því það var gersam- lega og endanlega farið. Vegurinn varð að endalausri steinrák, hæðirnar veggir, trén græn móða, fólkið verur sem hreyfðust og höfðu hausa en engin andlit. Allur matur smakkaðist eins og súpa, meira að segja súpurn- ar. Ég bjó ekki um rúmið mitt. Ég renndi mér upp í og fékk mér blund með löngum og óreglulegum milli- biium. Ég kveikti ekki á eldavélinni og brauðið myglaði í skápnum. Kílómetrarnir runnu undir bílinn án þess að ég merkti þá. Ég veit það var kalt, en ég fann það ekki, ég veit að landið hlýtur að hafa verið fallegt, en ég sá það ekki. Ég plægði í blindni gegnum Vesturvirginíu, stakk mér inn 1 Pennsylvaniu og setti Rósínant á spor á stóru, breiðu hraðbrautinni. Það var engin nótt, enginn dagur, engar fjarlægðir. Ég hlýt að hafa stansað til að taka bensín, til að ganga með Kalla og gefa honum að éta, til þess að hringja, en ég man ekki eftir því. Þetta er fjarska undarlegt. Allt til Abingdon í Virginiu get ég rennt huganum yfir ferðalagið eins og kvikmynd. Ég hef næstum fullkomið minni allt þangað til, man eftir hverju andliti, hverri hæð og tré og lit, hreimi málsins og smáatburðir gerast upp á nýtt fyrir hugskotssjón- um mínum. Eftir Abingdon — ekkert. Leiðin var grá atburðalaus göng, utan við tíma, en á leiðarenda var einn glitrandi veruleiki — konan mín, húsið mitt við götuna mína, rúmið mitt. Þetta var allt þarna, og ég geystist í áttina þangað. Rósínant gat verið frár á fæti, en ég hafði ekki ekið hratt. Nú æddi hann undir þungum og miskunarlausum fæti
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Úrval

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.