Úrval - 01.10.1976, Page 117
Á FERD MEÐ KALLA
115
ég að skilgreina eðli ferðalaga,
hvernig þau eru fyrirbrigði út af fyrir
sig, hvert um sig sérstætt og engin
tvö eins. Ég velti fyrir mér með
nokkurri furðu, sérstöðu ferðalaga og
og endaði á þeirri kenningu að fólk
færi ekki í ferðalög — ferðalög færu í
fólk. Þessi þankagangur náði þó ekki
yfir lengd ferðalaga og tímasvið.
Þessi atriði virðast breytileg og
ófyrirsjáanleg. Hver hefur ekki
kynnst því að ferðalagi sé lokið og
það sé dautt áður en ferðamaðurinn
snýr aftur heim? Hitt er líka satt:
Ferðalag getur haldið áfram að vera
löngu eftir að hreyfing í tíma og rúmi
er úr sögunni. Ég man eftir manni 1
Salinas sem fór til Honolulu og heim
aftur þegar hann var á miðjum aldri
og þetta ferðalag hélt áfram það sem
hann átti ólifað. Við gátum horft á
hann í ruggustólnum framan við
húsið sitt með augun pírð á enda-
lausu ferðalagi til Honolulu.
Ferð mín með Kalla hófst löngu
áður en ég iagði af stað og var lokið
áður en ég kom heim aftur. Ég veit
nákvæmlega hvar og hvenær henni
lauk. Skammt frá Abingdon 1 Vigin-
ia, klukkan fjögur eftir hádegi á
stormsömum degi, fór ferðalagið frá
mér og skildi mig eftir strand langa
leið að heiman. Ég reyndi að ná því
aftur, að elta það uppi — asnaleg og
vonlaus tilraun, því það var gersam-
lega og endanlega farið. Vegurinn
varð að endalausri steinrák, hæðirnar
veggir, trén græn móða, fólkið verur
sem hreyfðust og höfðu hausa en
engin andlit. Allur matur smakkaðist
eins og súpa, meira að segja súpurn-
ar. Ég bjó ekki um rúmið mitt. Ég
renndi mér upp í og fékk mér blund
með löngum og óreglulegum milli-
biium. Ég kveikti ekki á eldavélinni
og brauðið myglaði í skápnum.
Kílómetrarnir runnu undir bílinn án
þess að ég merkti þá. Ég veit það var
kalt, en ég fann það ekki, ég veit að
landið hlýtur að hafa verið fallegt, en
ég sá það ekki. Ég plægði í blindni
gegnum Vesturvirginíu, stakk mér
inn 1 Pennsylvaniu og setti Rósínant á
spor á stóru, breiðu hraðbrautinni.
Það var engin nótt, enginn dagur,
engar fjarlægðir. Ég hlýt að hafa
stansað til að taka bensín, til að
ganga með Kalla og gefa honum að
éta, til þess að hringja, en ég man
ekki eftir því.
Þetta er fjarska undarlegt. Allt til
Abingdon í Virginiu get ég rennt
huganum yfir ferðalagið eins og
kvikmynd. Ég hef næstum fullkomið
minni allt þangað til, man eftir
hverju andliti, hverri hæð og tré og
lit, hreimi málsins og smáatburðir
gerast upp á nýtt fyrir hugskotssjón-
um mínum. Eftir Abingdon —
ekkert. Leiðin var grá atburðalaus
göng, utan við tíma, en á leiðarenda
var einn glitrandi veruleiki — konan
mín, húsið mitt við götuna mína,
rúmið mitt. Þetta var allt þarna, og
ég geystist í áttina þangað. Rósínant
gat verið frár á fæti, en ég hafði ekki
ekið hratt. Nú æddi hann undir
þungum og miskunarlausum fæti