Úrval - 01.10.1976, Side 122
120
URVAL
í Floridafylki kvartaði yfir því við
heimilislækninn sinn í fyrra, að hann
þjáðist af ofboðslegum þorsta og
magnleysi og að hann horaðist
geysimikið, en þetta voru allt merki
um sykursýki. Rannsóknarstofa ein,
sem rekin var á kaupsýsiugrundvelli,
rannsakaði blóðsýni úr honum og
kvað upp þenna úrskurð: „Engin
merki um of mikið sykurmagn.”
Læknirinn dró þá ályktun af þessu, að
sjúklingurinn hefði ekki sykursýki.
En tveim vikum síðar féll ungi
maðurinn í sykursýkisdá. Það tókst
rétt með naumindum að bjarga lífl
hans á síðasta augnabliki. Úrskurður
rannsóknarstofunnar hefði verið
rangur.
Er hér um mjög sjaldgæf tilfelli að
ræða? Alls ekki. Af niðurstöðum
nýlegrar og áreiðanlegrar rannsóknar,
en þær voru raktar í yfirheyrsium
þingnefndar, var eftirfarandi ógn-
vekjandi ályktun dregin: Fjórðungur
allra prófana og rannsókna, sem
framkvœmdar eru í lækningarann-
sóknarstofum í Bandankjunum, er
ófullnœgjandi eða beinlínis rangur.
Þetta merkir, að milljónir banda-
ríkjamanna eiga þannig á hættu að
þurfa að dvelja í sjúkrahúsum að
nauðsynjalausu, að þurfa að gangast
undir uppskurði að nauðsynjalausu
og jafnvel að hljóta í sumum
tilfeilum meðhöndiun, sem dregur
þá til dauða.
STANDAST EKKI PRÖFIÐ.
Lækningarannsóknarstofurnar í
Bandaríkjunum hafa orðið nauðsyn-
legt og algengt sjúkdómsgreiningar-
tæki, en þær taka líka talsvert fyrir
snúð sinn, þar eð samanlögð ársvelta
þeirra er nú orðin 9 milljarðar
dollarar, sem samsvarar 9 centum af
hverjum dollar, sem eytt er í
heilsugæslu- og lækningaskyni. Það
er erfitt að segja nákvæmlega tii um
tölu þeirra. Sjúkdómseftirlitsmiðstöð
bandarísku heilsugæsluþj ónustunn-
ar, sem hefur aðsetur sitt í Atlanta,
áætiar, að helmingur lækningarann-
sóknarstofnannaí Bandaríkjunum séu
í sjúkrahúsum og um helmingur sé á
vegum ríkisstofnana, iðnfyrirtækja og
einkaaðila, og þar að auki sé um að
ræða 30.000 til 80.000 minni rann-
sóknarstofur sem hluta af almennum
læknisstofum. Allar þessar rannsókn-
arstofur framkvæma samtals yfir 5
milljarða prófana og rannsókna á ári
eða 24 prófanir að meðaltali á hvern
bandarískan þegn árlega.
Flestar þessar rannsóknarstofur
skila auðvitað góðri, skjótri og
nákvæmri vinnu. En allt of margar
þeirra hafa fallið á hinum einföld-
ustu „prófum”. Á vegum Gæðamats
ríkisins fór fram rannsókn á árangri
efnafræðilegra prófana 852 rann-
sóknarstofa af ýmsu tagi. Aðeins
28% prófana þessara reyndust vera
„læknisfræðilega fullnægjandi” að
meðaltali. Á vegum Heilsugæslu-
stofnunar New Jerseyfylkis fór fram
10 ára athugun og rannsókn á
árunum 1964—1973, og endurskoð-
aði stofnunin þá 35.000 læknisfræði-