Úrval - 01.10.1976, Side 125
SANNLEIKURINN UM BANDARÍSKAR...
123
fjölgar stöðugt skólum, sem útskrifa
meinatækna. Dr. Morris Schaeffer,
fyrrverandi varaformaður og allsherj-
arframkvæmdastjðri lækningarann-
sóknarstofa í New Yorkborg, áætlar,
að yfir þriðjungur þessara skóla sé
ekki annað en „skírteinaverksmiðj-
ur”. Kennarar, sem hafa þar með
höndum kennslu í efnafræði og
líkams- og heilsufræði hafa jafnvel
ekki B.A.-háskólapróf. Margir starfs-
skólar bjóða upp á meinatæknaleyfi
eftir bréfaskólanám eitt. Og í mörg-
um fylkjum er ástandið slíkt, að það
þarf ekki annað en póstheimilsfang
og andvirði verslunarleyfis til þess að
stofna lækningarannsóknarstofu eða
meinatæknaskóla.
UPPÁSTUNGUR UM
ENDURBÆTUR.
Það leikur enginn vafi á því, að
lækningarannsóknarstofur Bandaríkj -
anna þarfnast endurbóta og sjálf-
boðavinna og áætlanir duga ekki til
slíks. Þörf er á ströngu, lögboðnu
eftirliti og skoðun, hvað allar lækn-
ingarannsóknarstofur snertir. Fyrir-
myndaráætlun um slíkar athuganir
og eftirlit er þegar fyrir hendi í New
Yorkborg, en sú áætlun er almennt
álitin vera sú besta sem fyrir finnst í
Bandaríkjunum.
Þetta virka og árangursríka kerfí
New York komst á laggirnar árið
1964. Bernard Davidow, varafor-
maður lækningarannsóknarstofa á
vegum Heilsugæslustofnunar New
Yorkborgar, kemst svo að orði í þessu
efni: ,,Áður en hert var á kröfum í
þessu efni, voru yfir 85% af lækn-
ingarannsóknarstofum í New York-
borg hvað eftir annað ófærar um að
einangra og flokka sýkla, sem eru
algengir, þegar um smitandi sjúk-
dóma er að ræða. Þar að auki tókst
87% af þeim ekki að framkvæma
einfaldar efnafræðilegar prófanir á
réttan hátt, og 18% þeirra gátu ekki
framkvæmt samanburð á blóðflokk-
um á fullnægjandi hátt.”
Nú eiga aðeins 2% af lækninga-
rannsóknarstofum New Yorkborgar í
erfiðleikum með að finna og flokka
örlífverur þær, sem oftast eru tengdar
smitandi sjúkdómum. Árið 1975
mistókst aðeins 0.4% af þeim æ ofan
í æ að framkvæma einfaldar efna-
fræðilegar prófanir, og engri þeirra
mistókst að framkvæma nákvæmar
syfilisprófanir.
Hvað olli þessari stórkostlegu
breytingu? Það voru strangar reglur
og fyrirmæli, sem það gerðu. Hús-
næði, tækjábúnaður og vinnuaðstaða
hinna 515 lækningarannsóknarstofa,
sem eru annaðhvort í sjúkrahúsum
borgarinnar eða reknar sem einka-
fyrirtæki, eru rannsökuð á hverju ári
á vegum Heilsugæslustofnunarinnar,
áður en rekstrarleyfl þeirra er endur-
nýjað. Og allir forstöðumenn þeirra
verða að hafa minnst Ph.D.-háskóla-
prófí viðurkenndri raunvísindagrein.
Þar að auki er starfshæfni lækninga-
rannsóknarstofanna prófuð minnst 4
sinnum á ári, og þar að auki
framkvæma eftirlitsmennirnir oft