Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 2023, Blaðsíða 10

Náttúrufræðingurinn - 2023, Blaðsíða 10
Mælingar í föstum reitum Árið 1990 var byrjað að setja niður fasta gróðurmælireiti í Surtsey til að fylgjast með breytingum á tegundasamsetn- ingu æðplantna og þéttleika gróðurs. Reitirnir eru 100 m2 að flatarmáli (10 × 10 m) og hefur gróður þeirra verið tekinn út annað hvert ár. Reitirnir voru settir niður við mismunandi aðstæður í eynni, á berum hraunum, í sandorpnum hraunum, á vikrum, í fjörusandi og síðast uppi á móbergsbunkum. Tæpur helm- ingur reitanna var innan máfavarps sem var tekið að myndast á suðurhluta eyjar- innar en aðrir utan þess. Flestir reitanna voru settir upp á árunum 1990–1995 en nokkrum bætt við árin 2008 og 2014. Fáeinir reitir hafa tapast eða verið lagðir niður vegna sjógangs á norðurtanga eyj- arinnar og endurskoðunar á verkefn- inu. Árið 2021 voru virkir mælireitir 29 að tölu (2. mynd, 1. tafla). Með árunum var einnig tekið að safna smádýrum á yfirborði og jarðvegsdýrum í reitunum, gera þar mælingar á örverum, öndun og ljóstillífun plantna, kanna jarðvegs- myndun, lífmassa gróðurs og þéttleika hreiðra máfa og fýls í reitunum og við þá.26−33 Segja má að reitirnir hafi orðið lykilsvæði í framvindurannsóknum í eynni síðustu áratugi. Gróður í reitum var frá upphafi mældur með því að leggja eftir þeim fimm 10 m löng snið, það fyrsta 1 m frá jaðri og hin síðan með 2 m bili út eftir reitum. Á hverjum metra á sniðinu var lesið af málbandi og skráð hvort plöntu- tegundir fyndust fast við það og hve mikið yfirborð þær þektu, mælt í cm. Auk þess voru skráðar viðbótartegundir sem fundust innan reita en utan sniða. Heildarþekja tegunda í reit var fundin með samlagningu en viðbótartegundum var gefin lægsta mögulega þekja, þ.e. 1 cm. Árið 2020 voru þrjú til fjögur jarð- vegssýni tekin með 1,5 cm breiðum bor í hverjum reit. Sýni voru tekin úr efstu 10 cm jarðvegs (þar sem jarðvegur náði því dýpi) við jaðar hvers reits. Sýni úr hverjum reit voru sameinuð og þurrkuð við 40°C, sigtuð í gegnum 2 mm sigti og kúlumöluð (Retsch MM301 Mixer Mill, Haan, Þýskalandi). Síðan var heildar- magn kolefnis (C) og fleiri efna í jarð- veginum greint með þurrbruna í hel- íumgasi (NC2100 C/N analyser; Carlo Erba Instruments, Ítalíu) á efnagrein- ingarstofu Nýsköpunarmiðstöðvar. Frá árinu 2003 voru hreiður máfa og fýla í gróðurreitum og við þá talin á hverju ári. Þetta var gert um miðjan júlí, á sama tíma og gróður var rannsakaður. Leitað var að hreiðrum í hringlaga reit, 1.000 m2 að flatarmáli, með miðpunkt í miðjum gróðurreit. Strengt var band frá miðpunkti að útjaðri reits (17,84 m), maður hafður á hvorum enda og þrír til fjórir þar á milli. Síðan var genginn hringur og hreiðra leitað. Skráð voru hreiður sem báru þess merki að vera frá því fyrr um sumarið. Máfategundirnar voru svartbakur, sílamáfur og silfur- máfur. Ungar þeirra höfðu að jafnaði yfirgefið hreiður þegar talning fór fram en hreiðurskálar mátti finna. Fýll verpir einnig uppi á eynni og hafa hreiður hans fundist í nokkrum reitum á síðustu árum. Fýlsungi var nýlega klakinn úr eggjum þegar talning fór fram og sat í hreiðrum. Úrvinnsla Niðurstöður þær sem hér eru birtar byggjast á mælingum á gróðri sem unnar voru sumarið 2020 í 29 föstum reitum. Við úrvinnslu á gróðurgögnum var beitt tvíátta klasagreiningu (e. two- way cluster analysis) í forritapakk- anum PC-ORD.34 Fimm tegundir sem aðeins fundust í einum reit hver voru felldar út og sátu þá eftir 22 tegundir í gagnasafninu. Fyrir greiningu var þekjugildum tegunda umbreytt með 1. tafla. Gróðurreitir í Surtsey 2020, ár uppsetningar, undirlag og áætluð áhrif af sjófugli og útsel. − Permanent vegetation plots of Surtsey in operation in 2020, year of first sampling, substrate and relative nutrient impact from breeding seabirds and grey seals. Reitur nr. Plot no. Fyrsta mælingarár First sampling year Undirlag Substrate Áhrif sjófugls Seabird impact Áhrif útsels Grey seal impact 1,3 4 1990 Sandorpið helluhraun Sandy sheet lava Mikil High 6−10 1994 Helluhraun Sheet lava Mikil High 22, 23 1995 Helluhraun Sheet lava Nokkur Considerable 11−14, 16, 18−21 1994, 1995 Sandorpið helluhraun Sandy sheet lava Lítil Low 15, 17 1994 Gosmöl í hlíðum Tephra slopes Lítil Low 30, 37 2005, 2014 Sandur við strönd Sand deposits Nokkur Considerable Nokkur Considerable 31−32 2008 Apalhaun Block lava Nokkur Considerable 33−36 2014 Móberg og gosmöl Palagonite and tephra Lítil Low Náttúrufræðingurinn 10 Ritrýnd grein / Peer reviewed
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.