Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 2023, Blaðsíða 15

Náttúrufræðingurinn - 2023, Blaðsíða 15
Vegarfi Fjöruarfi Skammkræ kill Holurt Melgresi Valla rsv eifg ras Túnvin gull Hundasú ra Melablóm Baldursb rá Skarifí fill Haugarfi Varpasv eifg ras Varpafitju ngur Túnfífi ll Skarfa kál Kræ kily ng Augnfró Axhæra Blálilj a Geldingahnappur Tunglju rt Bjúgstö r Blóðberg Skrið lín gresi Hálín gresi Mýra se f H lu tfa lls le g tíð ni / R el at iv e fr eq ue nc y 0.0 0.2 0.4 0.6 0.8 2000 2020 tegundum í reitnum og sumar náðu nokkrum hæðum um tíma en hnigu þegar enn aðrar risu. Þannig áttu varpa- sveifgras og vegarfi skammvinn blóma- skeið. Vallarsveifgras tók seinna við sér en stigmagnaðist síðan og var orðið ríkjandi í reitnum árið 2004. Auk þess treystu melgresi og haugarfi stöðu sína og ríktu í reitnum frá 2012 með vallar- sveifgrasinu. Við þessar breytingar hurfu flestar tegundir sem áður var mest af í reitunum (14. mynd). Á hraunklöpp þar sem reitur 6 var settur niður var komin nokkur þétting af varpafitjungi og varpasveifgrasi árið 1994 (15. mynd). Þar var einnig lítilræði af sex öðrum tegundum, þar á meðal skamm- krækli, vegarfa og túnvingli. Líkt og í reit 1 áttu varpasveifgras og vegarfi skamm- vinn blómaskeið, og einnig skarfakál, en tóku að hníga með risi túnvinguls. Hann skreið út og myndaði með árunum þykka breiðu í reitnum, og árið 2006 var hann alþakinn túnvingli. Frá þeim tíma hefur einnig lítilsháttar af vallarsveigrasi, vegarfa og haugarfa fundist í reitnum í flestum árum. Í reitum 1 og 6 hafði tegundum fækkað frá því sem mest var árin 1996 og 1998 (15. mynd). UMRÆÐUR Hvaðan komu tegundirnar? Tegundir æðplantna í Surtsey eru fyrir löngu orðnar miklu fleiri en í öðrum úteyjum Vestmannaeyja. Í þeim hafa verið skráðar 2 – 28 tegundir og ræðst fjöldinn fyrst og fremst af stærð eyj- anna.9 Surtsey er enn langstærst út- eyjanna og búsvæði hennar fjölbreytt- ust. Í eldri úteyjum eru lágar, sendnar strendur löngu horfnar og móberg, gömul hraun og gígar að mestu hulin gróskumiklu en fábreyttu graslendi á allþykkum jarðvegi. Strand- og mela- tegundir finnast þar ekki lengur. Allar þær tegundir sem einkenna gróður út- eyjanna og eru þar ríkjandi hafa numið land í Surtsey og breiðst þar út.11 Af þeim má líta á túnvingul, vallarsveif- gras, haugarfa, baldursbrá og skarfakál sem lykiltegundir. Ekki verður fullyrt hvaðan plöntur hafa borist til Surtseyjar en líklegasta uppsprettan eru aðrar eyjar í klasanum og nálæg svæði á landi. Nær allar tegundir sem fundist hafa í Surtsey eru skráðar í Heimaey.8 Flutningsleiðir og uppvaxtar- skilyrði plantna Rannsóknirnar í Surtsey hafa gefið góða vísbendingu um það eftir hvaða leiðum og í hvaða röð plöntutegundir hafa borist til eyjarinnar og numið land. Eins og fram hefur komið voru fyrstu landnemarnir strandplöntur sem bárust sjóleiðina. Fræ þeirra eru fremur stór og forðarík, fljóta og þola seltu. Kímplöntur þeirra eru öflugar og geta komist á legg á sendnu og rýru landi.40 Þar sem fræi skolar á land berst einnig upp lífrænn reki, svo sem þang, dýra- og plöntusvif o.fl., sem auðgar jarðveg ofan fjöruborðs. Bróðurpartur plöntutegundanna hefur borist með fuglum til Surtseyjar. Þessa flutnings varð vart strax á fyrstu ár- unum en hann tók kipp með fjölgun og auknu varpi máfa í eynni upp úr 1985. Þótt hægt hafi á landnámi síðustu ár bera fuglar áfram nýjar tegundir til eyjarinnar. Líklegt er að máfar hafi verið drýgstir við að flytja fræ af nýjum tegundum til Surtseyjar, einkum síla- máfur og silfurmáfur, sem sækja talsvert í gróið land til fæðuöflunar og meira en svartbakur gerir. Það er vel þekkt að 8. mynd. Tegundir sem skráðar voru í 21 föstum reit í Surtsey árin 2000 og 2020, um sömu reiti er að ræða bæði árin. Hlutfall reita sem þær fundust í á skalanum 0 – 1. – Plant species recorded within the same 21 permanent plots on Surtsey in 2000 and 2020. Proportion of plots with species on a scale of 0 – 1. Icelandic common names and matching Latin species names can be found in Appendix 1. Fj öl di te gu nd a / Sp ec ie s ric hn es s Gróðurþekja / Total cover (%) 0 20 40 60 80 100 120 140 0 2 4 6 8 10 12 14 16 15 Ritrýnd grein / Peer reviewed
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.