Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 2023, Page 17

Náttúrufræðingurinn - 2023, Page 17
máfar flytja fræ ýmissa tegunda, bæði innvortis og hið ytra. Hafa þeir með því, og með aðflutningi næringarefna, áhrif á gróðurfar í vörpum sínum og hvíldar- stöðum.41−43 Fleiri fuglar hafa áreiðan- lega flutt fræ til Surtseyjar gegnum árin, þeirra á meðal snjótittlingur (Plectroph- enax nivalis), hrafn (Corvus corax) og grágæs (Anser anser) sem heimsækja eyna reglulega og hafa orpið þar á seinni árum.11 Jafnframt hafa farfuglar viðkomu í eynni vor og haust og geta þeir borið með sér fræ.38,44 Á fartíma að vori hefur sést hópur heiðagæsa (Anser brachyrhynchus) í hrauninu neðan við veðurathugunarstöðina í Surtsey. Stöðin var sett upp árið 2009 og er búin vefmyndavél. Rannsóknir hafa sýnt að gæsir eru mikilvirkar við flutning plöntufræs. Þeir Hatterman og félagar45 söfnuðu skít grágæsa á fjölda eyja í sænska skerjagarðinum í Eystrasalti. Í spírunarprófunum í rannsóknastofu uxu upp af gæsaskítnum plöntur sem greindar voru til 97 tegunda. Af þeim var hlutfallslega mikið af grasleitum tegundum. Á fyrstu áratugunum var lítið um að æðplöntur sem dreifa fræi sínu um langan veg með vindi næmu land í Surtsey. Sá flutningsmáti leyfir ekki að ferðast sé með þungar byrðar og er forði í fræi að jafnaði lítill. Lífslíkur kímplantna byggjast því á að jarðvegur sé sæmilega frjósamur og til staðar jarð- vegslíf sem þeim er nauðsynlegt til að komast á legg.46 Þær aðstæður sköpuð- ust ekki í Surtsey fyrr en áratugum eftir að eyjan myndaðist, eftir að máfavarp var orðið verulegt, gróður hafði þétt sig og jarðvegur lífgast. Rannsóknir á landnámi plantna og framvindu á jökulskerjum á Breiða- merkurjökli sýna einnig að fáar vind- bornar tegundir eru meðal frumherja, en fjölgar með tímanum.47 Sömu sögu er að segja úr niðurstöðum rannsókna á framvindu á St. Helens-eldfjallinu í Oregon í Bandaríkjunum eftir eldgos árið 1980. Tegundir sem dreifa fræi með vindi áttu þar erfitt með að nema land á snauðu, gróðurlausu yfirborði en hagur þeirra vænkaðist með batnandi jarð- vegsskilyrðum.46 Nokkur dæmi eru um þetta frá Surtsey og verður hér fjallað um tvö þeirra. Víðir fannst fyrst í Surtey árið 1995. Það var grasvíðiplanta (Salix herbacea) sem óx í hraunbolla við austurjaðar máfavarpsins. Á næstu árum fund- ust einnig gulvíðir (Salix phylicifolia) og loðvíðir (Salix lanata), og síðan fjallavíðir (Salix arctica) árið 2012. Víðiplöntum hefur fjölgað mikið og finnast þær nú allvíða um sunnanverða eyna, bæði innan varpsvæða og utan. Yfirgnæfandi líkur eru á að víðifræ hafi að mestu borist með vindi til eyj- arinnar. Fræ víðis eru smá, ullhærð og búin til svifflugs. Fullvíst er að víðifræ hefur borist til Surtseyjar strax á fyrstu árum en þá voru skilyrði til uppvaxtar ekki til staðar. Rúmir þrír áratugir liðu því þar til víðir festi rætur í eynni. Hvað var það sem skorti til að hann kæmist á legg? Voru það næringarefni eða jarðvegslífverur, svo sem sveppir? Í rannsóknum á sveppum í Surtsey haustið 2008 fundust sjö tegundir af hattsveppum við víðiplöntur. Svepp- irnir höfðu að líkindum myndað svepp- rót með víðinum.48 Ekkert verður full- yrt um það hvort tilteknir sveppir þurfi að vera til staðar og mynda svepprót með víði til að hann komist á legg, en full ástæða er til að rannsaka það nánar.49 Í rannsóknum á gróðurfram- vindu og jarðvegsmyndun framan við Skaftafellsjökul hefur komið fram að víðitegundir eru ekki meðal fyrstu landnema.50,51 Svipaða sögu er að segja úr rannsóknum á gróðurframvindu í jökulskerjum í Breiðamerkurjökli.52 Í 11. mynd. Gróskumikið túnvingulsgraslendi á hraunklöppum í elsta hluta máfavarps á suðurhluta Surtseyjar, túnvingull var algörlega ríkjandi en einnig fannst hér lítilræði af vallarsveifgrasi og haugarfa. Dæmi um land undir miklum og langvarandi áburðarárhrifum af varpi máfa, féll í gróðurflokk H2, sjá 9. mynd. – Lush Festuca-grassland on a lava shield on southern Surtsey, dominant species are Leymus arenarius, Poa pratensis, Stellaria media and Tripleurospermum maritimum. Example of land under prolonged and strong nutrient influence from nesting seagulls, vegetation class H2, see Fig. 9. Ljósm./Photo: Borgþór Magnússon, júlí 2021. Ritrýnd grein / Peer reviewed

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.