Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 2023, Síða 18

Náttúrufræðingurinn - 2023, Síða 18
nýrri rannsókn sem beitti erfðagrein- ingu á jarðvegssýnum í Surtsey kom fram að enn virðast svepprótarsveppir fáir í jarðvegsfungu eyjarinnar og geta því mögulega verið flöskuháls fyrir landnám þeirra tegunda æðplantna sem þarfnast þeirra til að komast af.53 Menn ráku upp stór augu þegar friggjargras (Platanthera hyperborea) fannst í Surtsey árið 2003. Í miðju máfavarpinu á suðurhluta eyjarinnar var stök planta í blóma á svæði þar sem fjöruarfi, melgresi og vallarsveifgras voru tekin að þétta sig. Plantan fannst ekki aftur á þeim stað en þar myndaðist kafgras. Friggjargras fannst að nýju árið 2007 í austurjaðri máfavarpsins. Ekki reyndist það árvisst framan af en frá sumrinu 2011 hefur fundist stök plantna á sama blettinum allt fram á þennan dag. Sumarið 2021 fannst friggjargras á þriðja staðnum í eynni. Af tegundum æðplantna sem numið hafa land í Surtsey er fræ friggjargrassins smæst og vanbúnast að spíra og mynda full- þroska plöntu á nýju landi. Friggjargras er af brönugrasaætt, og eru fræ flestra tegunda af þeirri ætt örsmá, á stærð við rykkorn. Þau eru lítið annað en ör- þunnur frumubelgur utan um fáeinar fósturfrumur, og forðanæring er engin. Hin smágerðu og léttu fræ berast hins vegar fyrir vindi yfir sjó og land, hund- ruð eða jafnvel þúsundir kílómetra.54 Einnig geta þau dreifst með vatni. Til að spíra og mynda nýjan einstakling þarf fræið að ná sambandi við rótar- svepp í jarðvegi sem nærir það á fyrstu stigum. Í þessu sambýli þroskast plöntu- vísir neðanjarðar án blaðgrænu. Þessi vöxtur getur tekið tvö til fjögur ár uns hið græna gras birtist ofanjarðar.55,56 Í Surtsey höfðu þessar aðstæður skapast um fjórum áratugum eftir að eyjan reis úr sæ. Af sjö tegundum brönugrasa sem finnast á Íslandi er friggjargras langút- breiddast56 en líklegt er að það sé ekki jafn vandfýsið á jarðvegssveppi og hinar tegundirnar og geti gert sér mat úr fleiri en einni tegund sveppa.55 Sú mynd sem fengist hefur af flutn- ingsleiðum og landnámi plantna í Surtsey svipar nokkuð til þeirra sem rannsóknir á öðrum eldfjallaeyjum hafa gefið, þ.e. Krakatau57 og Anak Krakatau í Indónesíu58 og Long Island í Nýju Gíneu.59 Á þessum eyjum var flutningur með sjó virkur og mikilvægur á fyrstu árum en nokkuð misjafnt um flutning með dýrum og vindi. Flutningur næringar- efna frá sjó til lands Þáttur sjófugla Eins og fram hefur komið var framvinda í Surtsey mjög hæg þar til þétt máfa- varp tók að myndast þar. Enn í dag er stærsti hluti eyjarinnar strjálgróinn og breytingar fremur litlar frá ári til árs. Samanburður á gróðri og jarðvegi milli lítt gróinna og vel gróinna svæða leiðir í ljós hvað veldur. Það er flutningur næringarefna, einkum með fuglum en einnig selum í minna mæli, frá sjó til lands. Þekkt er að fuglaskítur er ríkur af næringarefnum fyrir plöntur og vega köfnunarefni, fosfór og kalíum þar þyngst.60−64 Sjófuglar sækja fæðu til hafs og á varptíma bera þeir æti í unga sína í vörpum á eyjum og strandsvæðum. Frá fuglunum fellur drit og fæðuleifar, og fuglar drepast á landi, og við þessu tekur jarðvegurinn sem auðgast með tímanum.65 Auk aðflutnings næringar- efna og fræs hafa fuglar fjölbreytt önnur áhrif í heimkynnum sínum og knýja í mörgum tilvikum vistfræðilega ferla.66 Árin 2012 og 2013 gerðu Leblans og félagar29 viðamikla rannsókn á því hve mikill köfnunarefnisforði (N) hefur byggst upp í jarðvegi og gróðri í Surtsey. 12. mynd. Strjálgróið, vikurborið hraun á austurhluta Surtseyjar, mest var hér um fjöruarfa og melgresi. Dæmi um land undir mjög litlum áburðaráhrifum af sjófugli, féll í gróðurflokk H3, sjá 9. mynd. – Sparsely vegetated sandy lava on eastern Surtsey, dominant species are Honckenya peploides and Leymus arenarius. Example of land under limited nutrient influence from breeding seabirds, vegetation class H3, see Fig. 9. Ljósm./Photo: Borgþór Magnússon, júlí 2021.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Náttúrufræðingurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.